Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2013 | 12:00

GKJ: Kristján Þór og Bragi sigruðu á 1. maí mótinu

Í gær fór fram 1. maí mót Golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ. Það voru 196 upphaflega skráðir í mótið en 160 luku keppni og skrifast afföll í mótinu væntanlega á mikinn kulda og þess að fremur hvasst var í veðri. Leikformið var höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf. Í höggleik án forgjafar sigraði heimamaðurinn Kristján Þór Einarsson á 3 yfir pari, 75 höggum.  Á hringnum fékk Kristján Þór 2 fugla, 11 pör og 5 skolla.   Í 2. sæti varð Jón Hilmar Kristjánsson, GKJ á 76 höggum og í 3. sæti varð Geir Jóhann Geirsson, GKJ á 78 höggum, Geir Jóhann hefir væntanlega ekki tekið verðlaun fyrir 3. sætið í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2013 | 11:30

LPGA: Kingsmill Championship í beinni

Í dag hefst á River golfvellinum í Kingsmill Resort í Williamsburg, Virginíu Kigsmill Championship mótið. Þátttakendur eru 144 þ.á.m. bestu kvenkylfingar heims. Í fyrra lentu Jiyai Shin og Paula Creamer í 9 holu bráðabana þar sem Creamer beið lægri hlut og á Shin því titil að verja. Bein útsending frá Kingsmill Championship hefst kl. 11:30. Sjá má frá Kingsmill Championship í beinni með því að SMELLA HÉR:  Fylgjast má með skori keppenda með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2013 | 07:00

Ólafur Björn á 70 eftir 1. dag á Columbia Open

Ólafur Björn Loftsson, NK, hóf í gær leik á  Columbia Open mótinu  í Suður-Karólínu en mótið er hluti af eGolf-mótaröðinni. Spilað er í Columbia Country Club – Ridgewood/Tall Pines, Suður-Karólínu og má sjá heimasíðu klúbbsins (m.a. myndir frá vellinum) með því að   SMELLA HÉR:  Þátttakendur eru 125. Ólafur Björn lék fyrsta hringinn á 1 undir pari, 71 höggi og deilir 24. sæti ásamt 10 öðrum, eftir fyrsta keppnisdag. Hann fékk 3 fugla, 13 pör og 2 skolla á hringnum. Um þennan fyrsta hring sinn á Columbia Open sagði Ólafur Björn eftirfarandi á facebook síðu sinni: „Ágæt byrjun á fyrsta degi hér í Suður-Karólínu. Sýndi fína takta og endaði á 70 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2013 | 23:00

GHR: Ragnar Már og Eggert Kristján sigruðu á 1. maí mótinu – Myndasería

Í dag fór fram hið árlega 1. maí mót GHR. Það voru 210 skráðir til leiks og 192 luku keppni.  Leikformið var höggleikur með og án forgjafar.  Veðrið var gullfallegt, sólin skein en svolítið hvasst var og kalt.  Sumarið er svo sannarlega komið sem sást m.a. á rjúpunum sem búnar voru að gera sér hreiður við par-3 8. braut Strandarvallar. Glampandi í sólini hafði síðan Hekla gamla vakandi auga með golfurunum á grundum hennar. Ljósmyndari Golf 1 var á staðnum og má sjá myndaseríu með því að SMELLA HÉR:  Það var Ragnar Már Garðarsson, GKG, sem var á besta skorinu 3 yfir pari, 73 glæsihöggum!!! Hann fór fyrstur út í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2013 | 22:45

1. maí mót GHR og Grillbúðarinnar – 2013

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Guðmundsdóttir – 1. maí 2013

Það er Ingibjörg Guðmundsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ingibjörg er fædd 1. maí 1964. Hún er eigandi golfvefverslunarinnar Hissa.is, þar sem margt skemmtilegt fyrir kylfinginn fæst m.a. hinir vinsælu SeeMore pútterar, japönsku Miura kylfurnar og SNAG golfkennsluútbúnaðurinn. Auk þess eru margir eigulegir smáhlutir sem fást s.s. tí, boltamerki, birdiepelar o.m.fl.  Hægt er að smella á auglýsingu Hissa.is hér á síðunni til þess að sjá úrvalið. Ingibjörg er gift Magnúsi Birgissyni (Magga Birgis) golfkennara og eiga þau tvo stráka Pétur og Birgi Björn. Komast má á facebooksíðu Ingibjargar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Ingibjörg Guðmundsdóttir  (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2013 | 07:30

Um 460 manns spila golf í 3 opnum mótum í dag – flestir 210 í 1. maí mótinu á Hellu

Í dag er dagur Verkalýðsins og markar dagurinn og þátttaka í 1. maí mótinu á Hellu upphaf golfsumarsins hjá mörgum. Það eru 210 skráðir í mótið að þessu sinni og verður ræst út frá kl. 6:50 – 16:40 eða í 10 tíma nær samfellt. Mótið hefir verið haldið frá árinu 1982 og sigraði Magnús Jónsson, GS fyrstu þrjú skiptin. Flest hafa 280 manns verið skráðir til leiks í mótinu. Leikformið, nú sem fyrr,  er höggleikur með og án forgjafar. —————- Annað stórt mót í dag er Opna 1. maí mót GKJ og eru 196 manns skráðir í það og í Þorlákshöfn fer Opna Humarmótið fram og eru 58 skráðir í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2013 | 07:00

PGA: Poulter ekki með í Wells Fargo

Ian Poulter flaug til Charlotte í gær til þess að tala við krakka úr Boys & Girls Clubs um notagildi þess að beita vísindum og stærðfræði í golfleik. Þetta er hluti af því sem PGA Tour leikmenn gera gjarnan í þeim bæjum sem þeir spila í, vikulega. Það sem er óalgengara er að þeir fljúgi heim eftir að þessum hluta (sem oft fellst í einhvers konar kynningar- eða góðgerðarstarfsemi)  mótsins er lokið. Eftir að hafa talað við krakkana, dró Poulter sig úr Wells Fargo Championship og skv. umboðsmanni hans, bar Poulter fyrir sig „persónulegum ástæðum.“ Aðeins nokkrum dögum áður hafði Poulter tvítað um það, að sér litist ekki á flatirnar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2013 | 00:45

PGA: Vijay Singh hreinsaður af öllum ávirðingum vegna notkunnar ólöglegra efna

Fidji-kylfingurinn Vijay Singh hefir verið hreinsaður af öllum ávirðingum vegna notkunnar ólöglegra efna og kemur ekki til beitinga neinna agaviðurlaga af hálfu PGA mótaraðarinnar. Í fréttatilkynningu frá PGA segir þannig: Vímuvarnaráætlun PGA mótaraðarinnar (ens.: PGA TOUR Anti-Doping Program) sem hefir verið í gildi frá júlí 2008 fer nákvæmlega eftir alþóðlega vímuvarnar staðlinum sem settur var fram af  Heimsvímuvarnarstofnuninni WADA (styttting á World Anti-Doping Agency) sérstaklega þegar kemur að túlkun og beitingu listans um ólögleg vímuefni og neysluaðferðir þeirra. Í grein sem birtist í Sports Illustrated 28. janúar s.l. var haft eftir Vijay Singh að hann viðurkenndi notkun á svonefndu hreindýrahornsspreyi (ens.: deer antler spray supplement). Þar á eftir staðfesti Singh í fréttatilkynningu, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2013 | 23:45

PGA: Dustin Johnson dregur sig úr Wells Fargo mótinu

Dustin Johnson (DJ) hefir dregið sig úr Wells Fargo Championship, sem er mót vikunnar á PGA Tour og borið fyrir sig eymsli í vinstri úlnlið. Sæti hans í mótinu tekur Paul Haley II, sem hefir varið síðustu leiktíð á Web.com Tour. Á þessu ári hefir Haley ekki komist í gegnum niðurskurð 7 sinnum af þeim 8 skiptum sem hann hefir spilað í PGA Tour mótum. DJ, á hinn bóginn, hefir spilað vel undanfarið, verið meðal efstu 15 í öllum síðustu 3 mótunum, sem hann hefir tekið þátt í, þ.á.m. varð hann T-4 í Houston og í 13. sæti á the Masters. Hins vegar í þau 3 skipti,  sem DJ hefir tekið Lesa meira