Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2013 | 05:30

LPGA: Ariya leiðir á Kingsmill

Ariya Jutanugarn frá Thaílandi leiðir eftir 1. hring á Kingsmill Championship sem hófst í Williamsburg, Virginia í gær.

Ariya lék 1. hring á 7 undir pari, 64 höggum. Á hringnum fékk hún 9 fugla, 8 pör og 1 skolla.

Í 2. sæti 2 höggum á eftir Ariyju er Cristie Kerr á 5 undir pari, 66 höggum.

Þriðja sætinu deila síðan Dewi Claire Schreeffel frá Hollandi og So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu, báðar á 4 undir pari, 67 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Kingsmill SMELLIÐ HÉR: