Golflið Faulkner
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2013 | 14:45

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn og Faulkner spila í landsmótinu!

Hrafn Guðlaugsson, klúbbmeistari GSE 2012 og „The Eagles“ golflið Faulkner háskólans í Alabama fá að spila á landsmótinu (ens: The National Tournament).

Golflið Faulkner er búið að spila stórglæsilegt golf í allan vetur en á mótum hefir liðið 5 sinnum hafnað í 1. sætinu og tvisvar sinnum í 2. sæti.

Á facebook síðu Hrafns mátti lesa eftirfarandi í dag:

„Ísland! 
Kókómjólk og kjallarabolla í morgunmat. Fékk símtal frá þjálfaranum mínum rétt fyrir brottför þar sem sagði mér að við erum á leiðinni í landsmótið, The National Tournament, í fyrsta skipti í sögu skólans. Stutt stopp í bili, verður spennandi að fara vestur til Oregon í næstu viku.“

Glæsilegur árangur hjá einum besta kylfingi landsins!

Hér má lesa skemmtilegt viðtal Golf1, sem tekið var við Hrafn áður en hann hélt af landi brott til Bandaríkjanna um jólin SMELLIÐ HÉR: