Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2013 | 21:30

PGA: Wells Fargo í beinni

Mót vikunnar á PGA Tour er Wells Fargo Championship, sem fram fer á Quail Hollow golfvellinum, í Charlotte, Norður-Karólínu. Flatirnar í mótinu þykja ekki þær bestu en unnið hefir verið hörðum höndum að því að bæta þar úr. Eftir 2. hring sem leikinn var í gær er Phil Mickelson í 1. sæti. Til þess að sjá frá Wells Fargo mótinu í beinni SMELLIÐ HÉR:  Til þess að fylgjast með skortöflunni á Wells Fargo SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2013 | 21:15

Slice, Slice Baby

Nýjasta golflagið er útúrsnúningur úr gamla hip hop Vanilla Ice laginu „Ice, Ice, Baby“ og nefnist Slice, Slice Baby. Sjá má myndskeið með laginu með því að SMELLA HÉR:  Svona til samanburðar má sjá „originalið“ eftir þá Vanilla Ice og DJ Earthquake með því að SMELLA HÉR:  Golfútúrsnúninginn gerði Marty McCurry sem er aðalgolfkennari í Old Fort golfklúbbnum í Murfreesboro, Tennessee .Dansararnir eru Jason og Jordan Tate en Jason er „scratchari“ þ.e. með 0 í forgjöf og spilar of í Old Fort. Golflagið var m.a. spilað á Golf Channel flytjendunum til mikillar undrunar.  Já, hér er svo sannarlega komin samkeppni við Golf Boys. Hvað skyldi koma næst?

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2013 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Ösp Þórgnýsdóttir – 4. maí 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Guðrún Ösp Þórgnýsdóttir. Hún er fædd 4. maí 1959.  Guðrún Ösp er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju með daginn má komast á Facebook síðu hans hér: Guðrún Ösp Þórgnýsdóttir Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Charles Ross „Sandy“ Somerville, f. 4. maí 1903 – d. 17. maí 1991;  Betsy Rawls, 4. maí 1928 (85 ára);  Rory McIlroy, 4. maí 1989 (24 ára) ; Örvar Samúelsson,  (GA) 4. maí 1991 (22 ára)  ….. og …… Bryndís María Ragnarsdóttir (18 ára) Halldór Jóhann Sævar Jósefsson (17 ára) Kristján Benedikt Sveinsson (16 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2013 | 15:00

GÞ: Guðbjartur Örn og Sigurbjörn Grétar sigruðu á Opna humar mótinu

Á miðvikudaginn í s.l. viku, þann 1. maí fór fram á Þorlákshafnarvelli Opna humar mótið. Þátttakan var geysigóð miðað við að tvö risamót fóru fram sama dag að Hellu og í Mosfellsbæ.  Þátttakendur í Opna humar mótinu í Þorlákshöfn voru 60. Leikformið var höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf. Í 1. sæti í höggleiknum, á 3 yfir pari, 74 höggum varð Guðbjartur Örn Gunnarsson, GKG. Hann fékk 5 skolla, 11 pör  og 2 fugla á hringnum. Í 2. sæti varð heimamaðurinn Sigurbjörn Grétar Ragnarsson, sem þó hefir væntanlega ekki tekið verðlaun fyrir 1. sætið í höggleiknum þar sem hann varð í 1. sæti í punktakeppninni.  Í 2. sæti varð Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2013 | 14:00

Golfbókarkynning: Golf Quotes eftir Joe Vanek

Þetta er virkilega skemmtileg bók, þar sem Joseph Vanek hefir tekið saman einhverjar bestu golfsagnir allra tíma. Hér eru tvær góðar: „Golfráð eru eins og asperíntöflur. Ein gerir þér kannski gott en ef gleypt er heilt box af töflum, þá ertu heppinn ef þú kemst lífs af.“  – Harvey Penick „Golf er mesta skemmtunin sem til er, án þess að farið sé úr fötunum.“  – Chi Chi Rodriguez Hér má sjá myndskeið þar sem fleiri dæmi um golftilvitnanir í bók Jon Vansek eru birt í myndskeyttu formi (öll á ensku): SMELLIÐ HÉR:  Upplýsingar um bókina: Harðspjalda (innbundin): 160 síður. Útgefandi/útgáfuár: Simple Truths (2011). Tungumál: Enska. ISBN-10: 1608101096. ISBN-13: 978-1608101092.

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2013 | 12:00

Golfreglur: Bolti sleginn

Nú þegar golftímabilið fer að hefjast og kylfingar landsins streyma á golfvellina, sem fara að opna hver á fætur öðrum í næsta mánuði þá er e.t.v. rétt að rifja upp golfreglurnar. Það verður gert hér á Golf1 í raunhæfum dæmum, sem kylfingar geta glímt við en svörin eru jafnframt gefin upp við hverri spurningu. Raunhæft dæmi: Í höggleikskeppni slær örvhentur leikmaður með kylfu fyrir rétthenta þannig að hann notar bak kylfuhaussins en ekki höggflöt kylfunnar þegar hann slær boltann. Hvernig dæmist? A. Þetta er vítalaust. B. Leikmaðurinn fær 1 högg í víti. C. Leikmaðurinn fær almennt 2 högga víti. D. Leikmaðurinn fær frávísun. Skrollið niður til að sjá rétt svar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2013 | 11:30

Evróputúrinn: Brett Rumford leiðir fyrir lokahringinn í Kína

Það er Ástralinn Brett Rumford sem kominn er með 1 höggs forystu á forystumann gærdagsins Mikko Ilonen frá Finnlandi fyrir lokahring Volvo China Open, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni og fer fram í Tianjin í Kína. Samtals er Rumford búinn að spila á 12 undir pari, 204 höggum (68 67 69), en Ilonen á 11 undir pari, 205 höggum (69 63 73). Ilonen var með ágætis forystu í gær en glutraði henni niður með hring upp á 1 yfir pari í dag, 73 höggum og er 10 högga munur á þessum hring og glæsihring hans í gær upp á 63 högg, sem fleytti honum upp í 1. sætið. Hinn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2013 | 06:45

LPGA: Ariya Jutanugarn í forystu þegar Kingsmill mótið er hálfnað

Það er thaílenska stúlkan Ariya Jutanugarn, sem er í forystu þegar Kingsmill Championship er hálfnað á River golfvelli, Kingsmill golfstaðarins í Williamsburg, Virginíu. Ariya er samtals búin að spila á samtals 7 undir pari, 135 höggum (64 71). Í 2. sæti eru þær Angela Stanford og fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Stacy Lewis, á samtals 6 undir pari, 136 höggum. Fjórða sætinu deila síðan „norska frænka okkar“ Suzann Pettersen, fyrrum W-7 módelið þýska, Sandra Gal og fyrrum nr. 1 á heimslistanum Cristie Kerr frá Bandaríkjunum, á samtals 5 undir pari, 136 höggum, hvor. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Kingsmill Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2013 | 06:00

PGA: Phil Mickelson efstur á Wells Fargo – hápunktar og högg 2. dags

Phil Mickelson er efstur á Wells Fargo mótinu í Quail Hollow, í Charlotte, Norður-Karólínu. Hann er samtals búinn að spila á 9 undir pari, 135 höggum (68 67). Öðru sætinu deila þeir Scott Gardiner, George McNeill og Nick Watney allir á samtals 7 undir pari, 137 höggum. Fimm kylfingar eru síðan í 5. sæti, á samtals 6 undir pari, þ.á.m. Rory McIlroy og Lee Westwood. Til þess að sjá stöðuna á Wells Fargo eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Wells Fargo SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá högg 2. dags á Wells Fargo SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2013 | 22:30

Afmæliskylfingur dagsins: Jóhann Friðbjörnsson – 3. maí 2013

Jóhann Friðbjörnsson, formaður Golfklúbbsins Kiðjabergs er afmæliskylfingur dagsins.  Jóhann er fæddur 3. maí 1959 og því 54 ára í dag.  Jóhann er kvæntur Regínu Sveinsdóttur. Til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju má komast á Facebook síðu hans hér Jóhann Friðbjörnsson  (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru:  (Robert) Bob McCallister, 3. maí 1934 (79 ára);  Peter Oosterhuis, 3 maí 1948 (65 ára)  ….. og ……   CrossFit Hafnarfjordur (39 ára) Freydís Eiríksdóttir (15 ára) Leikfélag Hólmavíkur (32 árs) Jóhanna Leópoldsdóttir (57 ára) Steina List Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein Lesa meira