Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2013 | 10:30

Evróputúrinn: Mikko Ilonen efstur eftir 2. dag í Kína

Það er finnski kylfingurinn Mikko Ilonen sem er efstur þegar Volvo China Open mótið, sem er mót vikunnar Evrópumótaröðinni, er hálfnað.

Ilonen átti glæsihring í dag upp á 63 högg, þar sem hann skilaði „hreinu skorkorti“ með 9 fuglum og 9 pörum.

Samtals er Ilonen búinn að spila á 12 undir pari, 132 höggum (69 63) og hefir 3 högga forystu á þá sem næstir koma: Brett Rumford og Kiradech Aphibarnrat.

Einn í 4. sæti er síðan forystumaður gærdagsins, Hollendingurinn Robert-Jan Derksen sem er búinn að spila á samtals 8 undir pari og er því 4 höggum á eftir Ilonen.

Til þess að sjá stöðuna þegar Volvo China Open er hálfnað SMELLIÐ HÉR: