Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2013 | 09:15

GR: Ekkert vúdú á Korpuvelli

Heyrst höfðu fregnir af því að tré við 3. teig Korpunnar hefði aðfararnótt 1. maí breyst í „snjótré“ vegna mikilla kulda.

GR-ingar geta tekið gleði sína.  Það eru engin „snjó- eða ístré“ á eða við Korpuna.

Eins er ekkert „vúdú“ á vellinum þ.e. að eitt tréð sé svona ísað en önnur ekki, en þegar Golf 1 leit á Korpuna í gær var ekki að sjá neinn ís eða klaka við nein önnur tréð en aumingja tréð á 3. teig.  Snjór og ís var þó óðum að bráðna af trénu, þrátt fyrir nokkurn kulda úti. Er líklegast að það hafi verið sprautað til þess að ná svona mikilli ísingu á það, en aðeins eftir sólarhring var mestur  snjór og klaki farinn af trénu.

Sumarið virðist því vera komið á Korpuna, þótt enn sé kalt og hráslaglegt og a.m.k. Siggi stormur spái ekki sérstöku sumri!