Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2013 | 10:30

PGA: Stuttbuxnabænaskjalið – myndskeið

Golffataframleiðandinn Ashworth Golf hefir gert skemmtilega auglýsingu/myndskeið, sem er einskonar stuttbuxnabænaskjal  (nefnist Ashworth Golf Pants Petition á ensku) Í myndskeiði Ashworth Golf  gera Retief Goosen, Justin Rose, Sean O´Hair, Johnson Wagner og Justin Leonard kröfu um það að fá að spila í stuttbuxum. Á mótum PGA Tour, sem haldin eru á suðlægari slóðum eru hiti og raki oft mikill en vegna hefða í golfi verða leikmenn mótaraðarinnar að vera í síðbuxum. Framangreindir leikmenn reyna í myndskeiðinu að túlka golfreglur þannig að stuttbuxur falli innan leyfilegs golfklæðnaðar. Þannig segir Justin Leonard t.a.m. fullviss um að stuttbuxur hljóti að falla innan viðurkenndrar golftísku.  Johnson Wagner finnst ósanngjarnt að konur megi vera í stutbuxum en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2013 | 10:00

Af hverju er svona auðvelt að vera illa við Sergio?

Karl Magginty skrifar ágætis grein í Irish Independant sem ber titilinn: „Why is it so easy to dislike Sergio?“ Hér fer greinin í lauslegri þýðingu: Engill og djöflaskott! Tiger Woods og Sergio Garcia þekkja svo sannarlega bæði hlutverk. Það þarf ekki Sherlock Holmes til þess að geta sér til af hverju Tiger er svona vinsæll meðal áhorfenda núna, hrifningin er alveg jafn mikil og skyndilegt og sjokkerandi fall hans af stalli í nóvember 2009 (vegna framhjáhaldsmála hans). Það er ekki eins auðvelt skýra af hverju Sergio Garcia sem var eitt sinn hylltur af golfheiminum sem heillandi, ungur golfprins er svona óvinsæll núna. Kannski var það ölið sem opinberaði innri mann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2013 | 08:00

PGA: Sigur Tiger á The Players 2013 – Myndskeið

Það var Tiger Woods sem vann 78. titil sinn á PGA Tour með sigrinum s.l. sunnudag á The Players mótinu á TPC Sawgrass. Þ.a.l. á hann aðeins eftir að sigra 4 sinnum til þess að jafna met Sam Snead yfir flesta sigra á PGA Tour en Snead sigraði 82 sinnum. Þetta var líka 4. sigur Tiger í ár og spenningur mikill hvort honum fari nú ekki bráðum að takast að sigra risamót en The Players mótið er einmitt oft nefnt 5. risamótið. Þetta var jafnframt 2. sigur Tiger á The Players en hann hefir unnið mótið núna með 12 ára millibili 2001 og 2013. Hér má sjá myndskeið um leið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2013 | 07:00

GB: Hamarsvöllur opnaði s.l. laugardag

Hamarsvöllur í Borgarnesi opnaði fyrir almenna umferð á laugardaginn s.l. 11. maí 2013 með pompi og pragt. Völlurinn hefir tekið undraverðum breytingum undanfarna daga, er sífellt að verða sumarlegri. Þeir sem spiluðu völlinn sáu  „nýja“ ásýnd á sumum brautum, en unnið hefir verið að endurbótum á sumum þeirra. „Nýr“, gjörbreyttur skáli  var jafnframt formlega opnaður. Á facebook síðu Golfklúbbs Borgarness segir að opnunardagurinn hafi verið vel heppnaður  SJÁ HÉR:  Nú er bara um að gera að skjótast í Borgarnes og spila Hamarsvöll!

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 13. 2013 | 18:30

Hver er kylfingurinn: Kevin Streelman?

Einn þeirra, sem vakti athygli á The Players mótinu í gær með góðri frammistöðu er bandaríski kylfingurinn Kevin Streelman.  Hann deildi 2. sætinu ásamt nýliðanum sænska David Lingmerth og gamla brýninu Jeff Maggert, sem sett hefði aldursmet hefði hann sigrað The Players mótið, 49 ára. En hver er kylfingurinn Streelman? Kevin Streelman fæddist í Winfield, Illinois, 4. nóvember 1978 og er því 34 ára. Han útskrifaðist frá Wheaton Warrenville South High School 1997 og frá Duke University 2001. Streelman gerðist atvinnumaður í golfi eftir útskrift frá Duke, 2001. Hann spilaði 4 ár í bandaríska háskólagolfinu þ.á.m. með félaga sínum á PGA Tour, Leif Olson. Besti árangur hans á mótum PGA Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 13. 2013 | 17:30

GK: Guðrún Brá og Signý stóðu sig vel á Las Colinas

Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Signý Arnórsdóttir báðar úr golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, tóku þátt í Spanish International Ladies Championship, sem fram fór dagana 10.-12. maí á Las Colinas golfvellinum glæsilega í Alicante, á Spáni.   Mótinu lauk í gær. Þátttakendur voru 50 og var um mjög sterkt mót að ræða. Guðrún Brá lék á samtals 16 yfir pari, 229 höggum (74 80 75) og hafnaði í 27. sæti. Signý lék á samtals  22 yfir pari, 235 höggum (80 79 76) og hafnaði í 42. sæti. Til þess að sjá úrslitin á Spanish International Ladies Championship SMELLIÐ HÉR:       

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 13. 2013 | 11:30

Afmæliskylfingur dagsins: Saga Ísafold Arnarsdóttir – 13. maí 2013

Afmæliskylfingur dagsins er  Saga Ísafold Arnarsdóttir. Saga Ísafold er fædd 13. maí 1994 og er því 19 ára í dag. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Saga Ísafold hefir m.a. verið í afrekshóp GSÍ 2012 (B-hóp) og var ein af 6 stúlkum úr Keili sem spiluðu á Opna undir 18 ára mótinu á Írlandi í apríl 2012. Saga Ísafold spilaði á Unglingamótaröð Arion banka í fyrra og varð m.a. í 6. sæti á fyrsta móti mótaraðarinnar uppi á Skaga,  í 5. sæti á 2. mótinu á Þverárvelli að Hellishólum og 9. sæti á 3. mótinu í Korpunni.  Saga Ísafold varð í 8. sæti á Íslandsmótinu í höggleik í stúlknaflokki Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 13. 2013 | 11:00

Myndskeið af frægum geðluðrum Garcia

Sergio Garcia er tilfinningaheitur suðrænn keppnismaður í golfi og lætur skap sitt bitna á því sem fyrir verður þegar illa gengur. Ekki svo mjög í gær þegar hann setti tvo bolta í vatnið á 17. braut TPC Sawgrass enda kannski þreyttur eftir rimmuna við Tiger. Sports Illustrated (golf.com) hefir tekið saman myndskeið yfir frægar geðluðrur Sergio Garcia í mótum.  Þær má sjá með því að smella á einhvern af eftirfarandi tenglum: 1. Sergio spýtir í bollann eftir slæmt pútt  SMELLIÐ HÉR:  2. Sergio brýtur hljóðnema á Opna bandaríska 2012 SMELLIÐ HÉR:  3. Sergio með kylfukast SMELLIÐ HÉR:  4. Sergio fær kast í sandglompu SMELLIÐ HÉR:  5. Sergio lætur sandglompuna finna fyrir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 13. 2013 | 09:15

PGA: Sergio sættir sig við örlögin á 17.

Sergio Garcia yppti öxlum og sætti sig við örlögin eftir að horfa á eftir sigurmöguleikum sínum hverfa út í vindinn á næstsíðustu holu mótsins á The Players Championship í gær. Garcia var svo sannarlega meðal þeirra sem áttu möguleika á sigri þegar hann mætti á 71. teig á TPC Sawgrass og var jafn þeim sem síðar vann mótið, Tiger Woods. En eftir að hafa slegið í vatnið tvisvar á þessari 137 yarda (125 metra) löngu holu, varð hann að skrifa 7u á skorkortið á 17. holu, áður en hann bætti við 6u á 18. holu og lauk þannig keppni á 76 höggum, T-8, 6 höggum á eftir nr. 1 á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 13. 2013 | 08:00

PGA: Garcia hnýtir í Tiger

Eins og allir sáu sem fylgdust með the Players í gær voru Tiger Woods og Sergio Garcia ekki í sama og síðasta ráshópnum, s.s. algengast er um þá sem deila 1. sætinu fyrir lokahringinn. Tiger var í ráshóp með Casey Wittenberg og Garcia með sænska nýliðanum David Lingmerth, sem líka var í 1. sæti fyrir lokahringinn og voru þeir tveir því í síðasta ráshópnum. Garcia sagði að það fyrirkomulag hefði hentað bæði honum og Tiger. „Ég ætla ekkert að vera að ljúga,“ sagði Garcia eftir að hann lauk við 3. hring í gær og ljóst var að Tiger, Lingmerth og hann væru í 1. sætinu. „Hann er ekkert uppáhaldsleikmaðurinn minn Lesa meira