Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 13. 2013 | 17:30

GK: Guðrún Brá og Signý stóðu sig vel á Las Colinas

Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Signý Arnórsdóttir báðar úr golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, tóku þátt í Spanish International Ladies Championship, sem fram fór dagana 10.-12. maí á Las Colinas golfvellinum glæsilega í Alicante, á Spáni.   Mótinu lauk í gær. Þátttakendur voru 50 og var um mjög sterkt mót að ræða.

Signý Arnórsdóttir, GK. Mynd: Golf 1

Signý Arnórsdóttir, GK. Mynd: Golf 1

Guðrún Brá lék á samtals 16 yfir pari, 229 höggum (74 80 75) og hafnaði í 27. sæti.

Signý lék á samtals  22 yfir pari, 235 höggum (80 79 76) og hafnaði í 42. sæti.

Til þess að sjá úrslitin á Spanish International Ladies Championship SMELLIÐ HÉR: