Frá Hamarsvelli, einum uppáhaldsgolfvalla Dagbjarts Sigurbrandssonar á Íslandi. Mynd: Golfklúbbur Borgarness
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2013 | 07:00

GB: Hamarsvöllur opnaði s.l. laugardag

Hamarsvöllur í Borgarnesi opnaði fyrir almenna umferð á laugardaginn s.l. 11. maí 2013 með pompi og pragt.

Völlurinn hefir tekið undraverðum breytingum undanfarna daga, er sífellt að verða sumarlegri.

Þeir sem spiluðu völlinn sáu  „nýja“ ásýnd á sumum brautum, en unnið hefir verið að endurbótum á sumum þeirra.

„Nýr“, gjörbreyttur skáli  var jafnframt formlega opnaður.

Á facebook síðu Golfklúbbs Borgarness segir að opnunardagurinn hafi verið vel heppnaður  SJÁ HÉR: 

Nú er bara um að gera að skjótast í Borgarnes og spila Hamarsvöll!