Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2013 | 08:00

PGA: Sigur Tiger á The Players 2013 – Myndskeið

Það var Tiger Woods sem vann 78. titil sinn á PGA Tour með sigrinum s.l. sunnudag á The Players mótinu á TPC Sawgrass.

Þ.a.l. á hann aðeins eftir að sigra 4 sinnum til þess að jafna met Sam Snead yfir flesta sigra á PGA Tour en Snead sigraði 82 sinnum.

Þetta var líka 4. sigur Tiger í ár og spenningur mikill hvort honum fari nú ekki bráðum að takast að sigra risamót en The Players mótið er einmitt oft nefnt 5. risamótið.

Þetta var jafnframt 2. sigur Tiger á The Players en hann hefir unnið mótið núna með 12 ára millibili 2001 og 2013.

Hér má sjá myndskeið um leið Tiger að sigrinum á The Players 2013, en sýnd eru bestu högg hans alla 4 mótsdagana SMELLIÐ HÉR: