Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2013 | 10:00

Af hverju er svona auðvelt að vera illa við Sergio?

Karl Magginty skrifar ágætis grein í Irish Independant sem ber titilinn: „Why is it so easy to dislike Sergio?“ Hér fer greinin í lauslegri þýðingu:

Engill og djöflaskott! Tiger Woods og Sergio Garcia þekkja svo sannarlega bæði hlutverk. Það þarf ekki Sherlock Holmes til þess að geta sér til af hverju Tiger er svona vinsæll meðal áhorfenda núna, hrifningin er alveg jafn mikil og skyndilegt og sjokkerandi fall hans af stalli í nóvember 2009 (vegna framhjáhaldsmála hans).

Það er ekki eins auðvelt skýra af hverju Sergio Garcia sem var eitt sinn hylltur af golfheiminum sem heillandi, ungur golfprins er svona óvinsæll núna.

Kannski var það ölið sem opinberaði innri mann ýmiss golfáhangandans við 17. braut TPC Sawgrass þegar búraleg komment voru látin falla um Spánverjann (Garcia), þegar leikur hans féll í sundur s.l. sunnudag á The Players.

„Ég held að lífeyrissjóðir okkar séu fjármagnaðir af bjórnum sem seldur er á 17. braut“ sagði PGA leikmaðurinn Paul Goydos 2008 þegar hann missti bolta í vatnið við 17. braut og tapaði fyrir sigurvegara the Players það ár…. Sergio Garcia, fyrir framan sama geltandi áhorfendaskarann.

Nýliðinn sænski, David Lingmerth, 25 ára, var miður sín vegna aðkastsins sem spænski spilafélagi hans (Garcia) varð að þola, þegar hann sló bolta í vatnið, sem innsiglaði sigur höfuðóvinarins Tiger. „Sumt af áhorfendunum kom ekkert stórkostlega fram við hann og mér leið illa úr af þvi,“ sagði Lingmerth.

Svínn, sem átti glæsiframmistöðu þegar hann landaði 2. sæti ásamt hinum 49 ára fríska öldungi Jeff Maggert og Kevin Streelman hélt í fyrstu að teighögg Garcia hefði lent á hálfeyjuflötinni.

„Þetta leit svo vel út,“ útskýrði Lingmerth. „Síðan náði vindurinn honum (boltanum) og hann féll í vatnið. Hjartað í mér sökk vegna þess að hann hafði verið að spila svo vel. Mér leið illa hans vegna. Síðan sló hann í vatnið aftur og það sama gerðist (með áhorfendur). Þetta var leiðinlegt vegna þess að við höfðum átt svo góðan dag.“

Garcia var í forystu ásamt Tiger á 13 undir pari eftir fugl á 16. braut – og það var engin skömm og óþarfi að fara hjá sér vegna vatnauppkomunnar á 17. braut. En Garcia brást sjálfum sér illilega á laugardeginum þegar hann var að þjösnast gegn Tiger í sjónvarpsviðtölum og kenna honum um slæmt högg sitt á 2. braut TPC Sawgrass, þegar hann fékk skolla á þessa par-5 braut.

Það er engin spurning að það var 5-tréð sem Tiger dró upp úr poka sínum sem olli því að áhorfendur fóru að fagna vegna þess djarfa spils sem í vændum var úr karganum …. en Tiger dró 5-tréð ekki upp til þess að skemma viljandi fyrir Garcia. Þvert á móti.  Myndbandsupptökur sýna Tiger veifa ákaft til áhorfendafjöldans og biðja um þögn og benda á Garcia.

Woods virtist gefa í skyn að eftirlitsmennirnir hefðu sagt honum að Garcia hefði þegar leikið. Einföld afsökunarbeiðni hefði e.t.v. dugað til að lægja öldurnar, en Tiger virtist viss í sinni sök að hafa ekkert til að biðjast afsökunar á.

En jafnvel dýrðlingnum St. Francis myndi hafa fundist erfitt að bjóða fram hina kinnina eftir að hafa hlustað á væl Garcia um atvikið í sjónvarpi á laugardeginum. Það er kannski hægt að óska Sergio til hamingju fyrir hreinskilnina og að neita að sykurhúða hlutina og fara í kringum þá eins og gert er á túrnum. Hann sagði: „Ég ætla ekki að ljúga, hann er ekki upphalds náunginn að spila við,“ sagði Garcia. „Hann er ekki vingjarnlegasti náunginn á Túrnum.“

Lingmerth passaði sig á því að vera ekkert á bandi annars, en hann hrósaði Garcia fyrir að hjálpa sér nýliðanum á sunnudeginum. „Sergio var virkilega vingjarnlegur frá byrjun. Við áttum góðan hring og hann er frábær náungi.“

Flestir fylktu liði um Tiger og dæmdu ummæli Garcia væl, sem ekki er vel liðið í Bandaríkjunum.

Eftir að hafa verið fundinn sekur og úthúðað af fjöldanum þá bættu píslavættislokaorð Garcia ekki úr skák: „Það hljómar eins og ég hafi verið vondi gaurinn hér. Ég var fórnarlambið.“

Í íþróttum er búist við að íþróttahetjur séu harðari af sér en þetta. En í stað þess að meðtaka mótlætið og nota það til þess að brynja sig, virðist Garcia hafa minnkað í stað þess að vaxa við reynsluna.

Tiger á hinn bóginn er baráttumaður, líkt og Jack Nicklaus.

Garcia hins vegar brotnar líkt og þegar hann brotnaði niður gegn Pádraig Harrington í PGA Championship 2008, kannski vegna þess að það kom svo stuttu eftir að Harrington vann hann í bráðabana í Opna breska í Carnoustie 2007. En utanaðkomandi atriði gætu líka hafa haft sitt að segja. T.a.m. var Sergio á þeim tíma í sárum vegna þess að samband hans og dóttur Greg Norman var að fara út um þúfur á því tímabili.  Garcia virtist bara skugginn af sér og flakandi sár á risamótum næstu tvö ár.

Mörgum er eflaust minnisstætt væl hans eftir the Masters 2012 þegar Bubba Watson vann og leikur hans (Garcia) stóð ekki undir væntingum: „Ég er ekki nógu góður. Ég hef ekki það sem þarf (til þess að sigra á risamótum).“ Hér er skínandi dæmi sjálfsvorkunnar að ræða hjá einum af hæfileikaríkustu núlifandi kylfingum og ömurlegt á að hlýða.

Það var því gleðiefni að sjá Garcia hrista af sér spennitreyjunni sem hann virðist hafa verið í og spila eins og hann gerir best og gerði mestanpart af seinni 9 s.l. sunnudag.

Viðbrögð áh0rfenda eru í raun skammarleg við óhappi hans á 17. braut TPC Sawgrass og síðan tvöfalda skollanum sem hann fékk á 18. braut, sem varð til þess að hann deildi 8. sætinu með nr. 2 á heimslistanum, Rory McIlroy.

Þvílíkar andstæður: eitrið á sunnudeginum s.l. og háværu hrópin um „Ser-g-io, Ser-g-io“ á 19. holunni á US PGA í Medinah 1999.

„Það lítur út fyrir að þeir elski mig,“ gusaðist út úr Garcia þá. „Ég sagði að þegar ég gerðist atvinnumaður vildi ég verða nr. 1 í heiminum. Þannig að ég vissi að ég yrði keppinautur Tiger.“

En Garcia hefir þurft að ganga í gegnum ýmsa storma – t.a.m. á Opna bandaríska 2002 þegar áhorfendur í New York öskruðu„sláðu“ og töldu öll vögginn sem hann tók yfir boltanum – eða gagnrýnin sem hann hlaut þegar hann spýtti í bollann, eftir að hann þrípuúttaði á Doral 2007.

Sergio Garcia er stundum  hreint brilliant úti á golfvellinum. En hann sýnir oft á tíðum á sér hlið sem gerir það að verkum að fólk á svo auðvelt með að líka illa við hann. Hann virðist allt að því þunglyndislega niðurdreginn, dregur sjálfan sig í efa, vælir, vorkennir sér og grípur of fljótt gæsina að kenna öðrum um (líkt og sl. laugardag). Haldi þessu fram munu örlögin ávallt snúast gegn Sergio …. og gera hann að hinu fullkomna fórnarlambi.