Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 13. 2013 | 00:30

GK: Rúnar Arnórsson lauk keppni í 24. sæti á Irish Amateur Open Championship

Rúnar Arnórsson, GK, lauk keppni á Irish Amateur Open Championship mótinu sem fram fór á Royal Dublin á Írlandi. Þátttakendur voru 120. Rúnar hafnaði í 24. sæti sem er stórglæsilegur árangur, en mótið er mjög sterkt. Rúnar lék samtals á 13 yfir pari, 301 höggi (76 76 73 76). Rúnar sagði m.a. í samtali við Golf 1 að í mótinu hefðu verið „mjög erfiðar aðstæður, rok og rigning með köflum.“ Sjá má úrslitin á Irish Amateur Open Championship með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 12. 2013 | 23:30

PGA: Tiger sigraði á The Players

Það var Tiger sem stóð uppi sem sigurvegari á the Players 2013! Vatnahöggið hans á 14. og skrambinn sem hann fékk  í kjölfarið fengu hjartað næstum til þess að stoppa og óttast að gamlir mistakataktar væru farnir að gera vart við sig en …. hann spilaði eins og herforingi það sem eftir var hringsins… og lét hina um mistökin. Samtals lék Tiger á 13 undir pari, 275 höggum (67 67 71 70) – sem var 2 höggum betri spilamennska, en þeir sem næstir komu. Þeir sem urðu í 2. sæti  voru Kevin Streelman (sem sýndi glæsitakta á köflum); hinn 49 ára gamli Jeff Maggert, sem átti tækifæri á að verða Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 12. 2013 | 21:00

Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Björn Magnússon – 12. maí 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Birgir Björn Magnússon, GK. Birgir Björn er fæddur 12. maí 1997 og á því 16 ára afmæli í dag. Hann varð Íslandsmeistari í höggleik í flokki 14 ára og yngri stráka 2011. Birgir Björn innsiglaði Íslandsmeistaratitilinn með stæl 8. ágúst 2011, en hann setti nýtt vallarmet af rauðum í Grafarholtinu við það tækifæri spilaði á -7 undir pari, 64 glæsihöggum og fékk auk þess örn á par-5 15. braut Grafarholtsins, sem mörgum finnst ein erfiðasta golfbraut landsins. Síðastliðið sumar, 2012, spilaði Birgir Björn bæði á Unglingamótaröðinni og Eimskipsmótaröðinni.  Hann byrjaði árið í fyrra á því að fara í æfingaferð með landsliðshópnum, völdum af Úlfari Jónssyni, til Eagle Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 12. 2013 | 20:15

PGA: The Players í beinni

Mót vikunnar á PGA mótaröðinni er The Players Championship – ekkert mót er þessa helgi á Evrópumótaröðinni. Allir bestu kylfingar beggja vegna Atlantsála eru að keppa á the Players. Í kvöld verður barist til úrslita á lokahringnum en fyrir hann eru það Svíinn David Lingmerth, Sergio Garcia og Tiger Woods, sem deila 1. sætinu. Til þess að sjá The Players í beinni SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá The Players í beinni á PGATour.com  SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá skortöfluna á The Players SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 12. 2013 | 20:00

LET: Lee-Anne Pace sigraði á Turkish Airlines Ladies Open

Það var Lee-Anne Pace frá Suður-Afríku sem stóð uppi sem sigurvegari á Turkish Airlines Ladies Open mótinu. Hún spilaði á samtals 3 undir pari, 289 höggum (70 77 70 72).  Þetta er sjötti titill Pace á LET og sá fyrsti í 3 ár. „Þetta er svo sannarlega einn af erfiðustu golfvöllunum vegna þess að flatirnar verða mun erfiðari eftir því sem líður á vikuna.  Þetta er þröngur golfvöllur þanig að auðvitað verður maður að halda boltanum í leik,“ sagði Pace m.a. eftir að titillinn var í höfn.“ Öðru sætinu deildu þær Carlota Ciganda frá Spáni;  fyrrum W-7 módelið finnska Minea Blomqvist og enski nýliðinn á LET, Charley Hull, aðeins 1 höggi á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 12. 2013 | 08:30

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn lauk keppni í 8. sæti á NCAA svæðamótinu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR  og golflið Wake Forest tóku þátt í NCAA Central svæðamótinu, sem fram fór í Jimmie Austin OU Golf Club, í Austin, Oklahoma dagana 9.-11. maí 2013. Mótinu lauk í gær. Þátttakendur voru 126 frá 24 háskólum. Ólafía Þórunn lék 3. hringinn sinn í gær á glæsilegum 3 undir pari pari, 69 höggum og var með 6 fugla, 10 pör, 1 skolla og 1 skramba. Ólafía Þórunn var á besta skori golfliðs Wake Forest og lauk keppni í 8. sæti einstaklingskeppninnar á samtals 215 höggum (72 74 69). Golflið Wake Forest lauk keppni í 14. sæti í  liðakeppninni og komst því ekki í landsmótið, en aðeins efstu 8 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 12. 2013 | 00:45

PGA: David Lingmerth leiðir fyrir lokahringinn á The Players

Það er Svíinn David Lingmerth, sem tekið hefir forystu á Players mótinu eftir 3. dag og fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun. Lingmerth er samtals búinn að leika á 8 undir pari, 136 höggum (68 68) og er á 4 undir pari á 17. holu á 3. hring en leik var frestað vegna myrkurs og því á hann eftir að leika síðustu holu sína á 3. hring. Í 2. sæti 2 höggum á eftir Lingmerth á samtals 10 undir pari,  eru Tiger Woods (sem á eftir að spila 4 holur); Henrik Stenson (sem á eftir að spila 2 holur) og Sergio Garcia, sem á líkt og Tiger eftir að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2013 | 23:59

GR: Jón Haukur, Patrekur og Gunnar Þór sigruðu á Opnunarmóti Korpunnar

Korpúlfsstaðavöllur var opnaður með formlegum hætti  í dag, laugardaginn 11. maí með Opnunarmóti Korpu.  Alls tóku 170 kylfingar þátt og léku í ágætis veðri á Korpúlfsstöðum. Keppt var í tveimur forgjafarflokkum, flokki 0-8,4 og flokki 8,5-36. Einnig voru veitt verðlaun fyrir besta skor og nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins. Korpúlfsstaðavöllur kemur mjög vel undan vetri og því spennandi tímar framundan. Keppendur tóku einnig nýjum veitingamanni á Korpunni afar vel, en það er  Hörður Traustason úr Grafarholtinu. Völlurinn er því formlega búinn að opna og er hægt að panta rástíma á golf.is Úrslitin voru eftirfarandi: Besta skor:  Jón Haukur Guðlaugsson – 73 högg Forgjafarflokkur 0-8,4 1.  Patrekur Nordquist Ragnarsson, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2013 | 23:40

GO: Óttar Axel og Svavar sigruðu á Opnunarmóti Urriðavallar

Í dag fór fram Opnunarmót Urriðavallar hjá Golfklúbbnum Oddi. Um innanfélagsmót var að ræða og luku 136 keppni. Hlutskarpastir urðu Óttar Axel Bjartmarz á 79 höggum og í punktakeppninni sigraði Svavar Jóhannsson á 37 punktum (21 punktur á seinni 9). Hér að neðan má sjá úrslitin úr höggleikshluta mótsins í heild: 1 Ottã³ Axel Bjartmarz GO 8 F 38 41 79 8 79 79 8 2 Theodã³r Sã¶lvi Blã¶ndal GO 2 F 38 43 81 10 81 81 10 3 Örn Þã³rã°arson GO 11 F 38 44 82 11 82 82 11 4 Ragnar Gã­slason GO 10 F 37 45 82 11 82 82 11 5 Hörður Þorsteinsson GSE 11 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2013 | 23:30

GL: Alfreð Brynjar og Snædís Ósk sigruðu í stóra opna skemmumótinu á Akranesi

Í dag fór fram á Akranesi, stóra opna skemmumótið í boði Verkalýðsfélags Akraness. Þátttakendur voru 81 og 79 luku keppni. Leikformið var höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf.  Fyrir 1. sætið í báðum flokkum var gjafabréf í verðlaun að verðmæti kr. 25.000,- ; fyrir 2. sætið gjafabréf að verðmæti kr. 15.000 og fyrir 3. sætið gjafabréf að verðmæti kr. 10.000,- Á besta skorinu í mótinu var Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG á glæsilegum 2 undir pari, 70 höggum.  Í 2. sæti í höggleiknum varð heimamaðurinn Kristvin Bjarnason, GL á 72 höggum og í 3. sæti varð Jón Örn Ómarsson, GB á 2 yfir pari, 74 höggum (var bestur á seinni Lesa meira