Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2013 | 19:00

Birgir Leifur lauk leik í 21. sæti á Landskrona Masters

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, átti glæsilegan lokahring á Landskrona Masters  í Svíþjóð, en mótið er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni og fór fram í Landskrona, Svíþjóð. Birgir Leifur lék á 4 undir pari, 67 höggum líkt og í gær og lauk því leik á 5 undir pari, 208 höggum (74 67 67). Birgir Leifur flaug í gegnum niðurskurð í gær og með öðrum glæsihringnum í dag þaut hann upp skortöfluna í 21. sæti! Sigurvegari í mótinu varð Tony Edlund á samtals 13 undir pari, 200 höggum (66 67 67) . Til þess að sjá úrslitin Landskrona Masters SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2013 | 18:30

Ólafur Björn náði ekki niðurskurði

Ólafur Björn Loftsson, NK, náði ekki niðurskurði á Willow Creek Open, sem er hluti af eGolf-mótaröðinni. Spilað var í High Point Country Club í Willow Creek, Norður-Karólínu.  Þátttakendur eru 149. Ólafur Björn lék hringi sína tvo á samtals 2 yfir pari, 146 höggum (76 70). Hann spilaði seinni hring sinn vel, var á 2 undir pari, fékk 5 fugla, 10 pör og 3 skolla en það dugði ekki til því niðurskurður var miðaður við 2 undir pari og Ólafur Björn því 4 höggum frá því að komast í gegn. Ólafur Björn skrifaði eftirfarandi um Willow Creek Open mótið á facebook síðu sína: „Spilaði á 70 höggum (-2) í gær á öðrum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2013 | 11:00

LET: Sandolo leiðir í Hollandi

Í dag hófst á The International golfvellinum í Amsterdam,  Hollandi, Deloitte Ladies Open, en mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna. Í forystu snemma dags er ítalski kylfingurinn Sophie Sandolo, sem þekktari er af því að láta taka djarfar myndir af sér en að vera framarlega í golfmótum. Gaman þegar hún sýnir að hún kann eitthvað fyrir sér í golfi líka!!! Sandolo leiðir sem segir mótið þegar hún hefir aðeins spilað 13 holur og deilir forystunni  ásamt Hönnuh Burke og Melissu Reid frá Englandi, en þær hafa allar spilað á 3 undir pari. Fjölmargar eiga eftir að fara út og ljúka keppni. Til þess að fylgjast með stöðunni á Deloitte Ladies Open Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2013 | 10:30

Garcia ætlar að tala við Tiger

Sergio Garcia ætlar sér að reyna að ná tali af Tiger á Opna bandaríska risamótinu, sem hefst í næsta mánuði. Garcia lét falla umdeild orð um að hann myndi bjóða Tiger í mat og hafa „djúpsteiktan kjúkling“, sem margir túlkuðu sem kynþáttaníð. George O´Grady, framkvæmdastjóri Evrópumótaraðarinnar bætti síðan „gráu ofan í svart“ þegar hann var að reyna að bæta fyrir orð Garcia, en gerði í raun allt verra þegar hann sagði marga vini Garcia vera litaða (ens. colored), sem er bannorð um þeldökkt fólk, en rétta hugtakið sem nota ber á ensku er svartur (black). Orðið „colored“ er særandi í hugum margra þeldökkra Bandaríkjamanna. Garcia sagðist þegar hafa sett sig Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2013 | 05:00

Eimskipsmótaröðin 2013 hefst í dag

Fyrsta mót Eimskipsmótaraðarinnar hefst á Garðavelli á Akranesi í dag föstudaginn 24. maí 2013 og stendur fram til sunnudagsins 26. maí. Það eru 117 af bestu kylfingum landsins sem munda kylfurnar í dag, 94 karlar og 23 konur. Forgjafarlægst þeirra sem þátt taka eru Axel Bóasson, GK af körlunum  (+3,6) og Sunna Víðisdóttir, GR af konunum (+0,5). Næstforgjafarlægstir á eftir Axel eru Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR  (+3,2); og Andri Þór Björnsson GR,  Haraldur Franklín,  GR (+2,6 ). Næstforgjarlægstar á eftir Sunnu eru Berglind Björnsdóttir, GR (0.2); Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK  (0.3) og Tinna Jóhannsdóttir, GK (0,4). Langflestir keppendur koma úr GR eða 29 talsins; næstflestir úr GK eða 22 talsins og 3. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2013 | 04:00

PGA: Palmer efstur á Colonial

Í gærkvöldi, 23. maí 2013, hófst Crown Plaza Invitational mótið á Colonial golfvellinum í Fort Worth, Texas. Eftir 1. dag er „heimamaðurinn“ Ryan Palmer í forystu á 8 undir pari, 62 glæsihöggum. Palmer skilaði „hreinu“ skorkorti og deildi þessu jafnt, fékk 4 fugla á fyrri 9 og 4 á seinni 9. Í 2. sæti 1 höggi á eftir Palmer er Bandaríkjamaðurinn John Rollins, á 7 undir pari, 63 höggum. Þriðja sætinu deila 4 kylfingar, þar af 2 frá Kanada: Graham DeLaet og David Hearn, sem ásamt Bandaríkjamönnunum Morgan Hoffman og John Peterson eru allir á 6 undir pari 64 höggum, hver. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. daginn á Colonial SMELLIÐ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2013 | 03:00

FootJoy Bikarinn – ný sveitakeppni golfklúbba

Í sumar verður hleypt af stokkunum nýrri keppni á milli golfklúbba í nágrenni við höfuðborgarsvæðið í samstarfi við FootJoy og Íslensk Ameríska. Keppt verður með svipuðu sniði og í sveitakeppni GSÍ nema að því leiti að leikið verður bæði með og án forgjafar. Hverja sveit skipa 8 leikmenn og leika fjórir þeirra með forgjöf en fjórir þeirra án forgjafar. Leikin verður einföld umferð þar sem allir leika við alla og hvert lið leikur tvisvar á heimavelli. Leiknar verða umferðir í hverri viku fram að meistaramótum golfklúbba í byrjun júlí en keppni hefst í vikunni 27.-2. júní. Þetta fyrirkomulag gefur almennum félagsmönnum í golfklúbbum tækifæri til að leika fyrir hönd síns Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2013 | 23:00

Afmæliskylfingur dagsins: Marina Arruti – 23. maí 2013

Afmæliskylfingur dagsins er spænski kylfingurinn Marina Arruti. Marina fæddist í San Sebastian, 23. maí 1972 og á því 41 ára afmæli í dag.  Marina gerðist atvinnukylfingur 5. janúar 1995.  Hún átti mjög góðan áhugamannaferil vann m.a. Portuguese International Champion 1993 og British U-23 Amateur Champion 1994.  Sem atvinnumaður hefir hún m.a. sigrað Austrian Open, 1999. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Gary Dennis McCord, 23. maí 1948 (65 ára);  Jamie Elson, 23. maí 1981 (32 ára) ….. og …… Hulda Birna Baldursdóttir (40 ára stórafmæli – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!)   Ellert Unnar Sigtryggsson (43 ára) Guðmundur Ingibergsson (48 ára) Lars Søndergaard  Olga Gunnarsdottir (45 ára) Árni Páll Árnason (47 ára) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2013 | 18:25

Evróputúrinn: Kingston efstur eftir 1. dag

Það er James Kingston frá Suður-Afríku, sem leiðir eftir 1. dag á BMW PGA Championship í Wentworth á Englandi. Kingston lék á samtals 6 undir pari, 66 höggum. Í 2. sæti 1 höggi á eftir Kingston er Mikko Ilonen frá Finnlandi, s.s. á 5 undir pari, 67 höggum. Í 3. sæti enn öðru höggi á eftir er Scott Henry frá Skotlandi á 4 undir pari, 68 höggum. Nokkrir eiga eftir að ljúka leik, en leik var frestað í dag til morguns vegna eldinga. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á BMW PGA Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2013 | 18:00

Evróputúrinn: Rory byrjar illa á Wentworth

Rory McIlroy var að vonast eftir góðri byrjun á BMW PGA Championship, sem hófst í dag á Wentworth golfvellinum í Englandi, en 5 skollar á síðustu 6 holunum gerðu þær vonir hans að engu. Það leit í fyrstu vel út hjá hinum 24 ára Rory, en hann spilaði fyrstu 12 holurnar á 3 undir pari. En í köldum aðstæðum á Wentworth gerði Rory fullt af mistökum og 74 högg staðreynd þegar upp var staðið og er hann 8 höggum á eftir forystumanni 1. dags, James Kingston frá Suður-Afríku. „Þetta var einn af þessum hringjum, sem bara rann úr greipum mér,“ sagði McIlroy við blaðamenn eftir að hann lauk keppni á Lesa meira