Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2013 | 18:25

Evróputúrinn: Kingston efstur eftir 1. dag

Það er James Kingston frá Suður-Afríku, sem leiðir eftir 1. dag á BMW PGA Championship í Wentworth á Englandi.

Kingston lék á samtals 6 undir pari, 66 höggum.

Í 2. sæti 1 höggi á eftir Kingston er Mikko Ilonen frá Finnlandi, s.s. á 5 undir pari, 67 höggum.

Í 3. sæti enn öðru höggi á eftir er Scott Henry frá Skotlandi á 4 undir pari, 68 höggum.

Nokkrir eiga eftir að ljúka leik, en leik var frestað í dag til morguns vegna eldinga.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á BMW PGA Championship SMELLIÐ HÉR: