Skrúður 3. brautin á Garðavelli, Akranesi, öðrum uppáhaldsgolfvalla Guðmundar.
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2013 | 05:00

Eimskipsmótaröðin 2013 hefst í dag

Fyrsta mót Eimskipsmótaraðarinnar hefst á Garðavelli á Akranesi í dag föstudaginn 24. maí 2013 og stendur fram til sunnudagsins 26. maí.

Það eru 117 af bestu kylfingum landsins sem munda kylfurnar í dag, 94 karlar og 23 konur.

Forgjafarlægst þeirra sem þátt taka eru Axel Bóasson, GK af körlunum  (+3,6) og Sunna Víðisdóttir, GR af konunum (+0,5).

Næstforgjafarlægstir á eftir Axel eru Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR  (+3,2); og Andri Þór Björnsson GR,  Haraldur Franklín,  GR (+2,6 ).

Næstforgjarlægstar á eftir Sunnu eru Berglind Björnsdóttir, GR (0.2); Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK  (0.3) og Tinna Jóhannsdóttir, GK (0,4).

Langflestir keppendur koma úr GR eða 29 talsins; næstflestir úr GK eða 22 talsins og 3. flestu keppendurnir koma úr GKG eða 21 keppandi. Saman eiga þessir 3 klúbbar 72 af 117 keppendum.

Sumir klúbbar eiga aðeins 1 keppanda, þ.e.: GA, GHD, GHR. GÓ og GSG eða 2 keppendur: GO, GKV og GS.