Sophie Sandolo þekkt fyrir kynþokkafullar golfmyndir sínar.
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2013 | 11:00

LET: Sandolo leiðir í Hollandi

Í dag hófst á The International golfvellinum í Amsterdam,  Hollandi, Deloitte Ladies Open, en mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna.

Í forystu snemma dags er ítalski kylfingurinn Sophie Sandolo, sem þekktari er af því að láta taka djarfar myndir af sér en að vera framarlega í golfmótum. Gaman þegar hún sýnir að hún kann eitthvað fyrir sér í golfi líka!!!

Sandolo leiðir sem segir mótið þegar hún hefir aðeins spilað 13 holur og deilir forystunni  ásamt Hönnuh Burke og Melissu Reid frá Englandi, en þær hafa allar spilað á 3 undir pari.

Fjölmargar eiga eftir að fara út og ljúka keppni.

Til þess að fylgjast með stöðunni á Deloitte Ladies Open SMELLIÐ HÉR: