Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2013 | 19:00

Eimskipsmótaröðin (1): Guðrún Brá enn efst í kvennaflokki eftir 2. keppnisdag

Öðrum hring í kvennaflokki er lokið í dag og heldur Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, forystunni. Guðrún Brá er samtals búin að spila á 8 yfir pari (72 79) – barðist eins og aðrir keppendur áfram í rigningu og kulda á Skaganum í dag. Öðru sætinu deila forgjafarlægsti kylfingurinn meðal kvennanna Sunna Víðsdóttir, GR og Tinna Jóhannsdóttir, GK, báðar aðeins 1 höggi á eftir Guðrúnu Brá.  Þær eru báðar búnar að spila á samtals 9 yfir pari, hvor. Í 4. sæti er síðan Ragnhildur Kristinsdóttir í GR, á samtals 12 yfir pari (83 73) bætti sig um 10 högg milli daga og geri aðrir betur! Af keppendum í kvennaflokki er það annars Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2013 | 18:44

GÓ: Skeggjabrekkuvöllur ruddur

Á Ólafsfirði og reyndar á Norðurlandi öllu er enn allt á kafi í snjó. GÓ-ingum er líkt og öðrum farið að lengja eftir iðagrænum golfbrautum.  Svo þreyttir voru þeir orðnir á ástandinu að fenginn var snjóplógur og síðan var hafist handa við að ryðja burt snjónum. Adolf Ingi og upptökulið RÚV tóku allt upp og má sjá afraksturinn hér fyrir neðan. Þeir í GÓ notuðu m.a. GPS tæki til þess að finna holurnar 🙂 Til þess að sjá Skeggjabrekkuvöll ruddan í upptöku RÚV SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2013 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Rafael Cabrera-Bello – 25. maí 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Rafael Cabrera-Bello frá Kanarí-eyjum. Hann fæddist í Las Palmas 25. maí 1984 og er því 29 ára í dag. Hann byrjaði að spila golf 6 ára og spilar á Evróputúrnum í dag. Hann hefir tvívegis sigrað á Evróputúrnum í fyrra skipið á Austrian Golf Open, 20. september 2009 og í það síðara á Omega Dubai Desert Classic mótinu, 12. febrúar 2012.  Rafael á eina systur, Emmu, sem spilar á Evrópumótaröð kvenna (LET= Ladies European Tour) og bæði eru þau í Maspalomas golfklúbbnum heima á Kanarí. Hann komst í fréttirnar á þessu ári þegar farangri hans var stolið þegar hann var á leið frá Sviss til Malasíu þar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2013 | 10:30

Monty: Kjúklingamál Tiger og Garcia – „Verið að gera úlfalda úr mýflugu“

Nú hefir nývígður frægðarhallarkylfingur Colin Montgomerie (Monty) blandað sér í umræðuna um kjúklinga komment Sergio Garcia um Tiger. Hann sagði í því efni að verið væri að gera úlfalda úr mýflugu. Viðbrögð Monty við málinu og því að framkvæmdastjóri Evrópumótaraðarinnar  O´Grady varð í kjölfarið að biðjast afsökunar var að verja O´Grady og finna til með Garcia, sem náði niðurskurði í gær á BMW PGA Championship í Wentworth þrátt fyrir hamfarirnar undanfarna daga í golffréttamiðlum. „Það er í sannleika sagt verið að gera úlfalda úr mýflugu,“ sagði Monty. „Algjörlega. Ég vona að þetta hafi ekki tekið neitt frá BMW mótinu, sem er frábært í alla staði.“ „Nú hefir framkvæmdastjórinn bættst við og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2013 | 09:30

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn lauk keppni í 97. sæti í landsmótinu í Georgíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR,  lauk keppni í gær á landsmótinu í bandaríska háskólagolfinu, sem fram fór í Athens, Georgíu. Hún lék á samtals 21 yfir pari, 309 höggum (79 75 77 82). Ólafía Þórunn kom sér með frammistöðunni inn á topp-100 á, en hún var lengst af mótsins í 103. sæti af 126 keppendum, þ.e. hún lauk keppni í 97. sæti. Hún spilaði sem einstaklingur í landsmótinu en lið hennar Wake Forest komst ekki áfram úr svæðisúrslitunum. Mótið var gríðarlega sterkt, enda einungis þeir allra bestu í bandaríska háskólagolfinu, sem spila á landsmótum. Sigurvegari mótsins var Annie Park frá Southern California háskólanum, en hún lauk keppni á 10 undir pari Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2013 | 09:00

PGA: Kuchar leiðir á Crown Plaza

Matt Kuchar leiðir á Crown Plaza Invitational mótinu á Colonial golfvellinum, í Ft. Worth, Texas, eftir 2. dag mótsins. Hann leiðir á samtals 10 undir pari en varð að ljúka leik á 15. holu  vegna myrkurs.  Hann á því tækifæri á að auka enn forystu sína eða gæti runnið niður skortöfluna eftir að hann lýkur við síðustu 3 holurnar á fyrri helmingi mótsins. Í 2. sæti á 9 undir pari er Kanadamaðurinn Graham DeLaet (64 67). Þriðja sætinu deila síðan Josh Teater, heimamaðurinn Jordan Spieth, Steve Flesch og forystumaður gærdagsins Ryan Palmer, sem enn á eftir að klára 6 holur. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: Til þess Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2013 | 20:45

Afmæliskylfingur dagsins: Pétur Magnússon – 24. maí 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Pétur Magnússon. Pétur er fæddur 24. maí 1995 og því 18 ára í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Afrek Péturs eru þrátt fyrir ungan aldur mörg en það sem kemur fyrst í hugann er þegar Pétur var fyrir rúmum 3 árum, nánar tiltekið 2.maí 2010 á æfingahring á Hólmsvelli í Leiru. Hann hafði verið við golfæfingar í Costa Ballena á Spáni mánuðinn þar áður og var að prófa nýja Titleist settið sitt í fyrsta sinn.Pétur sló með 6-járni af 13. teig, löngu par-3 brautinni, sem ekki er sú auðveldasta með vatnið landskunna fyrir framan flötina og bolti hans flaug beint inn á flöt og rúllaði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2013 | 20:30

Eimskipsmótaröðin (1): Guðrún Brá efst eftir 1. dag meðal kvenanna

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, leiðir eftir 1. dag á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar 2013 á Garðavelli. Hún spilaði 1. hring á 1 yfir pari, 73 höggum og á 2 högg á frænku sína og klúbbfélaga Tinnu Jóhannsdóttur, GK. Guðrún Brá fékk 2 fugla, 13 pör og 3 skolla á hringnum.  Hún er deilir 3. sætinu með Jóni Hilmari Kristjánssyni, GKJ, hvað varðar besta skor yfir alla keppendur í heild, sem er stórglæsilegt hjá Guðrúnu Brá!!! Í 3. sæti er Anna Sólveig Snorradóttir, GK á 5 yfir pari – þriðji GK-ingurinn á toppnum, en það eru Keiliskonur í öllum toppsætunum! Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag (bæði hjá körlum og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2013 | 20:00

Evróputúrinn: Molinari leiðir eftir 2. dag

Það er Ítalinn Francesco Molinari, sem leiðir eftir 2. dag á BMW PGA Championship í Wentworth á Englandi. Francesco Molinari hefir samtals leikið á 6 undir pari, 148 höggum (70 68). Fjórir kylfingar deila 2. sæti á samtals 5 undir pari, 149 höggum; George Coetzee (69 70); Marc Warren (69 70); Mark Foster (70 69); Alejandro Cañizares (69 70). Sjötta sætinu deila síðan Englendingurinn Eddie Pepperell og Ítalinn Matteo Manassero, á 4 undir pari, 150 höggum. Stórskotalið kylfinga komst ekki í gegnum niðurskurð þ.á.m.: Luke Donald, Rory McIlroy, Ian Poulter og Graeme McDowell. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á BMW PGA Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2013 | 19:30

Eimskipsmótaröðin (1): Axel á glæsilegum 2 undir pari eftir 1. dag!

Axel Bóasson, GK, leiðir á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar 2013, sem fer fram á Garðavelli, Akranesi. Axel spilaði á glæsilegum 2 undir pari, 70 höggum, fékk 4 fugla, 12 pör og 2 skolla. Axel fékk fugla sína á erfiðu par-5, 7. holuna (sem er ein lengsta par-5 braut á landinu); á par-4 10. holuna og síðan tvo fugla í röð á par-4 12. brautina og par-5 13. brautina. Í 2. sæti er Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR á sléttu pari og í 3. sæti er Jón Hilmar Kristjánsson, GKJ á 1 yfir pari. Sjá má allar niðurstöður (bæði karla og kvenna) eftir 1. hring mótsins með því að SMELLA HÉR: