Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2013 | 19:00

Birgir Leifur lauk leik í 21. sæti á Landskrona Masters

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, átti glæsilegan lokahring á Landskrona Masters  í Svíþjóð, en mótið er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni og fór fram í Landskrona, Svíþjóð.

Birgir Leifur lék á 4 undir pari, 67 höggum líkt og í gær og lauk því leik á 5 undir pari, 208 höggum (74 67 67).

Birgir Leifur flaug í gegnum niðurskurð í gær og með öðrum glæsihringnum í dag þaut hann upp skortöfluna í 21. sæti!

Sigurvegari í mótinu varð Tony Edlund á samtals 13 undir pari, 200 höggum (66 67 67) .

Til þess að sjá úrslitin Landskrona Masters SMELLIÐ HÉR: