Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2013 | 04:00

PGA: Palmer efstur á Colonial

Í gærkvöldi, 23. maí 2013, hófst Crown Plaza Invitational mótið á Colonial golfvellinum í Fort Worth, Texas.

Eftir 1. dag er „heimamaðurinn“ Ryan Palmer í forystu á 8 undir pari, 62 glæsihöggum. Palmer skilaði „hreinu“ skorkorti og deildi þessu jafnt, fékk 4 fugla á fyrri 9 og 4 á seinni 9.

Í 2. sæti 1 höggi á eftir Palmer er Bandaríkjamaðurinn John Rollins, á 7 undir pari, 63 höggum.

Þriðja sætinu deila 4 kylfingar, þar af 2 frá Kanada: Graham DeLaet og David Hearn, sem ásamt Bandaríkjamönnunum Morgan Hoffman og John Peterson eru allir á 6 undir pari 64 höggum, hver.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. daginn á Colonial SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Colonial SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg 1. dags á Colonial, sem var valið vipp Rickie Fowler á par-5 11. holunni SMELLIÐ HÉR: