
Ólafur Björn náði ekki niðurskurði
Ólafur Björn Loftsson, NK, náði ekki niðurskurði á Willow Creek Open, sem er hluti af eGolf-mótaröðinni.
Spilað var í High Point Country Club í Willow Creek, Norður-Karólínu. Þátttakendur eru 149.
Ólafur Björn lék hringi sína tvo á samtals 2 yfir pari, 146 höggum (76 70). Hann spilaði seinni hring sinn vel, var á 2 undir pari, fékk 5 fugla, 10 pör og 3 skolla en það dugði ekki til því niðurskurður var miðaður við 2 undir pari og Ólafur Björn því 4 höggum frá því að komast í gegn.
Ólafur Björn skrifaði eftirfarandi um Willow Creek Open mótið á facebook síðu sína:
„Spilaði á 70 höggum (-2) í gær á öðrum hring á móti á eGolf mótaröðinni. Ég náði ekki að sýna mitt rétta andlit á fyrsta hring sem ég lék á 76 höggum (+4) og komst því miður ekki í gegnum niðurskurðinn í þetta skiptið. Aðstæður voru heldur erfiðari eftir hádegi á fyrsta hring og náði ég aldrei að komast á flug. Ég vissi að ég þyrfti góðan hring á öðrum degi og eftir góðar æfingar milli hringja gaf ég mér ágætan möguleika. Ég var á 3 undir pari eftir 10 holur og var hársbreidd frá því að bæta við fleiri fuglum en ég spilaði mjög grimmt á lokaholunum. Þrátt fyrir að ég sé ekki að púsla saman nógu góðu skori er margt gott í gangi og bara tímaspurgsmál hvenær þetta smellur allt saman. Það er annars mikið að gera þessa dagana. Ég held til Washington um helgina en það er úrtökumót fyrir mót á Web.com mótaröðinni á þriðjudag. Þess á milli að sjálfsögðu stífar æfingar.“
Sjá má stöðuna eftir niðurskurð á Willow Creek Open með því að SMELLA HÉR:
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster