LPGA: Blumenherst og Jutanugarn leiða eftir 1. dag Shoprite Classic – Wie á besta skori í lengri tíma
Mót vikunnar á LPGA mótaröðinni er Shoprite Classic sem hófst í gær á Bay golfvellinum í Stockton Seaview Hotel and Golf Club í Galloway, New Jersey. Forystukonur eftir 1. hring eru bandaríska stúlkan Amanda Blumenherst og nýliðinn thaílenski Moriya Jutanugarn en báðar voru á 5 undir pari, 66 höggum, 1 höggi á undan þeirri sem á titil að verja, fyrrum nr. 1 á heimslistanum Stacy Lewis. Michelle Wie, er í 4. sæti og á besta skori sínu í lengri tíma en henni hefir ekki gengið vel það sem af er árs og í fyrra. Wie spilaði á 3 undir pari, 68 höggum; fékk 5 fugla og 2 skolla. Kannski að Lesa meira
PGA: Haas í forystu þegar Memorial frestað vegna myrkurs
Fyrrum Wake Forest neminn Bill Haas leiðir á Memorial móti Jack Nicklaus eftir 2. dag, eftir að leik var hætt vegna myrkurs. Haas er búinn að spila á samtals 9 undir pari, 135 höggum (68 67). Haas sagði m.a. í nýlegu viðtali að það að hafa orðið faðir í fyrsta sinn fyrir skemmstu hefði breytt hugsanagangi sínum í golfi til hins betra og hefði fæðing 1. barns hans haft góð áhrif á golfleikinn. „Ég tók mér frábærar 2 vikur í frí. Ég eignaðist strák oghef skemmt mér vel heima með eiginkonunni. Ég hugsa að ég sé bara í betri ástandi andlega en ég var fyrir 3 vikum þegar ég komst Lesa meira
Evróputúrinn: Manassero leiðir enn
Mattero Manassero leiðir þegar Nordea Masters er hálfnað. Manassero er búinn að spila á samtals 13 undir pari, 131 höggum (66 65). Hann á 2 högg á þann sem næstur kemur, Finnann Mikko Ilonen, sem er á 11 undir pari, 133 höggum (70 63) en hann geystist upp listann eftir að hafa verið með besta skor dagsins 63 högg. Í 3. sæti er Peter Whiteford á samtals 10 undir pari, 134 höggum (71 63) og Hollendingurinn Joost Luiten er í 4. sæti á 9 undir pari, 135 höggum (68 67). Sá sem á titil að verja, heimamaðurinn Alex Noren deilir 5. sætinu ásamt landa sínum Jonas Blixt og forystumanni gærdagsins Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Helga Rún Guðmundsdóttir – 31. maí 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Helga Rún Guðmundsdóttir, GL. Helga Rún er fædd 31. maí 1970 og því 43 ára í dag. Hún er í kvennanefnd Golfklúbbsins Leynis á Akranesi. Mánudaginn 28. maí, 2012 tók afmæliskylfingurinn þátt í Hvítasunnumóti Guðmundar B Hannah á Garðavelli, á Akranesi og varð í verðlaunasæti þ.e. í 2. sæti af 96 þátttakendum með 41 glæsilegan punkt! Nýlegt viðtal við Helgu Rún hefir birtst á Golf1, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér Helga Rún Guðmundsdóttir · 43 ára – Innilega til hamingju með afmælið! Laufey Oddsdótir (55 ára) Árni Sófusson (67 ára) Golf 1 óskar Lesa meira
Schwartzel leiðir á Memorial
Það er Masters risamótssigurvegarinn Charl Schwartzel sem leiðir á Memorial móti Jack Nicklaus í Dublin, Ohio eftir 1. dag, en mótið hófst í gær og er mót helgarinnar á PGA Tour. Schwartzel lék á 7 undir pari, 65 höggum fékk 10 fugla 1 skolla og 1 skramba. Í 2. sæti er Scott Piercy á 66 höggum og í 3. sæti eru 4 kylfingar allir á 67 höggum þ.e. þeir: Russel Henley, Josh Teater, Kyle Stanley og Charlie Wi. Nr. 1 á heimslistanum, Tiger Woods, lék á sléttu pari og deilir 42. sætinu eftir 1. dag. Nr. 2 á heimslistanum Rory McIlroy átti afar slæman hring, en hann var á 6 Lesa meira
Birgir Leifur á parinu eftir fyrri 9 – dansar á niðurskurðarlínunni
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tekur þátt í Fred Olsen Challenge de España mótinu sem fram fer á Kanarí-eyjum, daganna 30. maí – 2. júní 2013. Birgir Leifur lék fyrsta hring mótsins í gær á 71 höggi og eftir fyrri 9 á 2. hring mótsins í dag er hann á sléttu pari. Birgir dansar á niðurskurðarlínunni sem stendur og verður spennandi að sjá hvort hann nær niðurskurði. Í gær fékk Birgir Leifur 6 fugla, 4 skolla og 1 skramba. Nú á fyrri 9 fékk Birgir Leifur 3 fugla, 1 skolla og 1 skramba. Til þess að fylgjast með stöðuna á Fred Olsen Challenge de España SMELLIÐ HÉR:
Gísli sigraði á European Championship!
Gísli Sveinbergsson, GK, sigraði í dag á US Kids European Championship. Á lokahringnum fékk hann 1 fugl, 14 pör og 3 skolla, sem er glæsilegur árangur!!! Samtals lék Gísli á 5 yfir pari, 221 höggi (74 73 74). Mótið fór fram á á golfvelli Luffness New Golf Club í Skotlandi. Fyrir lokahringinn deildi Gísli 1. sætinu með Jim de Heij frá Hollandi en hann stendur einn uppi sem sigurvegari í sínum aldursflokki 15-18 ára pilta. Frábær árangur hjá frábærum kylfingi!!! De Heij ásamt Svíanum Daniel Palmqvist deildu 2. sætinu 2 höggum á eftir Gísla. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, sem keppti í flokki 14 ára stráka lék líka á 74 höggum í dag en Lesa meira
Evróputúrinn: Manassero leiðir á Nordea Masters ásamt Larrazabal eftir 1. dag
Það er Ítalinn ungi, Matteo Manassero sem leiðir eftir 1. dag Nordea Masters ásamt Spánerjanum Pablo Larrazabal. Manassero lék fyrsta hringinn á 6 undir pari, 66glæsihöggum; fékk 8 fugla og 2 skolla. Það sem var einkar glæsilegt var að 6 fuglanna komu í röð á 10. – 15. braut! Larrazabal lék líka á 6 undir pari, 66 höggum – fékk 7 fugla og 1 skolla. Til þess að sjá stöðuna á Bro Hof Slot eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Jocelyne Bourassa – 30. maí 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Jocelyne Bourassa. Jocelyne fæddist í Shawinigan í Quebec, Kanada 30. maí 1947 og er því 66 ára í dag. Hún átti frábæran áhugamannaferil vann á unglingamótum í Quebec, 1963, 1964 og 1965 og einnig sigraði hún á Canadian Women´s Amateur. Hún var kanadískur meistari 1971 og gerðist síðan atvinnumaður í golfi fyrir nákvæmlega 40 árum síðan þ.e. 1972. Jocelyne Bourassa. Bourassa nam íþróttafræði við Université de Montréal þar sem hún lagði m.a. stund á og var í blak-, körfubolta- og skíðaliði skólans og að auki í liði skólans í frjálsum. Bourassa spilaði á LPGA á árunum 1972-1979 og var m.a. valin nýliði ársins á LPGA fyrir 40 árum síðan, Lesa meira
GG: Sjóarinn síkáti á laugardag
Sjóarinn Síkáti Open – Þorbjörninn hf – Vísir hf er eitt stærsta mót Grindvíkinga og hefur lengi verið mjög vinsælt meðal kylfinga. Það er hluti af „Sjóaranum Síkáta“ hátíðinni í Grindavík. Vegleg verðlaun í anda sjómannahelgarinnar, m.a. fiskafurðir, matarúttektir, út að borða ofl. gisting og Teiggjafir í boði NÓA Síríus. Veitt verða verðlaun fyrir fimm efstu sætin í punktakeppni og besta skor án forgjafar. Veitt verða nándarverðlaun á öllum par-3 brautum vallarins. sæti án forgjafar – fjölskylduárskort Blue Lagoon og 10 kg af fiskafurðum– 10.000 kr Inneignarbréf á Salthúsið Restaurant sæti með forgjöf – fjölskylduárskort Blue Lagoon og 10 kg af fiskafurðum – 10.000 kr Inneignarbréf á Salthúsið Restaurant sæti með Lesa meira








