Gísli Sveinbergsson, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2013 | 21:00

Gísli sigraði á European Championship!

Gísli Sveinbergsson, GK, sigraði í dag á US Kids European Championship. Á lokahringnum fékk hann 1 fugl, 14 pör og 3 skolla, sem er glæsilegur árangur!!! Samtals lék Gísli á 5 yfir pari, 221 höggi (74 73 74).  Mótið fór fram á á  golfvelli Luffness New Golf Club  í Skotlandi.

Fyrir lokahringinn deildi Gísli 1. sætinu með Jim de Heij frá Hollandi en hann stendur einn uppi sem sigurvegari í sínum aldursflokki 15-18 ára pilta. Frábær árangur hjá frábærum kylfingi!!!

De Heij ásamt Svíanum Daniel Palmqvist deildu 2. sætinu 2 höggum á eftir Gísla.

Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, sem keppti í flokki 14 ára stráka lék líka á 74 höggum í dag en hafnaði í 6. sæti í sínum aldursflokki.  Samtals spilaði Fannar Ingi á parinu, 216 höggum (75 67 74).

Til þess að sjá úrslitin á European Masters SMELLIÐ HÉR: