Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2013 | 13:30

Birgir Leifur á parinu eftir fyrri 9 – dansar á niðurskurðarlínunni

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tekur þátt í Fred Olsen Challenge de España mótinu sem fram fer á Kanarí-eyjum, daganna 30. maí – 2. júní 2013.

Birgir Leifur lék fyrsta hring mótsins í gær á 71 höggi og eftir fyrri 9 á 2. hring mótsins í dag er hann á sléttu pari.  Birgir dansar á niðurskurðarlínunni sem stendur og verður spennandi að sjá hvort hann nær niðurskurði.

Í gær fékk Birgir Leifur 6 fugla, 4 skolla og 1 skramba. Nú á fyrri 9 fékk Birgir Leifur 3 fugla, 1 skolla og 1 skramba.

Til þess að fylgjast með stöðuna á Fred Olsen Challenge de España SMELLIÐ HÉR: