Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2013 | 01:30

LPGA: Blumenherst og Jutanugarn leiða eftir 1. dag Shoprite Classic – Wie á besta skori í lengri tíma

Mót vikunnar á LPGA mótaröðinni er Shoprite Classic sem hófst í gær á Bay golfvellinum í Stockton Seaview Hotel and Golf Club í Galloway, New Jersey.

Forystukonur eftir 1. hring eru bandaríska stúlkan Amanda Blumenherst og nýliðinn thaílenski Moriya Jutanugarn en báðar voru á 5 undir pari, 66 höggum, 1 höggi á undan þeirri sem á titil að verja, fyrrum nr. 1 á heimslistanum Stacy Lewis.

Michelle Wie, er í 4. sæti og á besta skori sínu í lengri tíma en henni hefir ekki gengið vel það sem af er árs og í fyrra. Wie spilaði á 3 undir pari, 68 höggum; fékk 5 fugla og 2 skolla. Kannski að þetta sé allt að koma hjá henni núna?

„Sigurvegari“ 1. hrings var þó sjálfur Bay golfvöllurinn, en aðeins 18 af 143 keppendum náðu að brjóta par á 6.155 yarda (5628 metra) Bay golfvellinum, sem þótti einstaklega erfiður vegna vinds og bylgjóttra (ens. bumpy) flata.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. hring á Shoprite Classic mótinu SMELLIÐ HÉR: