Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2013 | 13:45

Schwartzel leiðir á Memorial

Það er Masters risamótssigurvegarinn Charl Schwartzel sem leiðir á Memorial móti Jack Nicklaus í Dublin, Ohio eftir 1. dag, en mótið hófst í gær og er mót helgarinnar á PGA Tour.

Schwartzel lék á 7 undir pari, 65 höggum fékk 10 fugla 1 skolla og 1 skramba.

Í 2. sæti er Scott Piercy á 66 höggum og í 3. sæti eru 4 kylfingar allir á 67 höggum þ.e. þeir: Russel Henley, Josh Teater, Kyle Stanley og Charlie Wi.

Nr. 1 á heimslistanum, Tiger Woods, lék á sléttu pari og deilir 42. sætinu eftir 1. dag.  Nr. 2 á heimslistanum Rory McIlroy átti afar slæman hring, en hann var á 6 yfir pari, 78 höggum  og allst óvíst hvort hann nær að komast í gegnum niðurskurð.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Memorial mótsins SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags Memorial mótsins SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 1. dags á Memorial mótinu SMELLIÐ HÉR: