Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2013 | 01:00

PGA: Haas í forystu þegar Memorial frestað vegna myrkurs

Fyrrum Wake Forest neminn Bill Haas leiðir á Memorial móti Jack Nicklaus eftir 2. dag, eftir að leik var hætt vegna myrkurs.

Haas er búinn að spila á samtals 9 undir pari, 135 höggum (68 67).  Haas sagði m.a. í nýlegu viðtali að það að hafa orðið faðir í fyrsta sinn fyrir skemmstu hefði breytt hugsanagangi sínum í golfi til hins betra og hefði fæðing 1. barns hans haft góð áhrif á golfleikinn.

„Ég tók mér frábærar 2 vikur í frí. Ég eignaðist strák oghef skemmt mér vel heima með eiginkonunni. Ég hugsa að ég sé bara í betri ástandi andlega en ég var fyrir 3 vikum þegar ég komst ekki í gegnum niðurskurð tvisvar. „

 Forystumaður 1. dags Charl Schwartzel er á 6 undir pari, 3 höggum á eftir Haas í 2. sæti, sem hann deilir með Matt Kuchar, Bubba Watson og Kyle Stanley, en af þeim hefir aðeins Kuchar lokið leik; Schwartzel á eftir að leika 3 holur, Watson 4 og Staley 5.

Sá sem á titil að verja, nr. 1 á heimslistanum Tiger Woods komst í gegnum niðurskurð á samtals 1 yfir pari, 145 höggum (71 74) og er sem stendur í 46. sæti.

Ekki lítur vel út fyrir nr. 2 á heimslistanum Rory McIlroy,

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Memorial mótinu SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Memorial mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 2. dags á Memorial mótinu SMELLIÐ HÉR: