Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2013 | 19:00

Evróputúrinn: Manassero leiðir á Nordea Masters ásamt Larrazabal eftir 1. dag

Það er Ítalinn ungi, Matteo Manassero sem leiðir eftir 1. dag Nordea Masters ásamt Spánerjanum Pablo Larrazabal.

Manassero lék fyrsta hringinn á 6 undir pari, 66glæsihöggum; fékk 8 fugla og 2 skolla.  Það sem var einkar glæsilegt var að 6 fuglanna komu í röð á 10. – 15. braut!

Larrazabal lék líka á 6 undir pari, 66 höggum – fékk 7 fugla og 1 skolla.

Til þess að sjá stöðuna á Bro Hof Slot eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: