Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2013 | 10:15

Tiger talar ekki við Garcia

Tiger Woods sagði á blaðamannafundi í gær í tengslum við Memorial mótið að hann hefði ekki talað við Sergio Garcia og hann ætlaði sér ekkert að gera svo eftir ummæli Garcia sem voru túlkuð sem kynþáttaníð. Tiger sagðist heldur ekkert búast við því að tala við Sergio um málið þegar þeir tveir keppa á Opna bandaríska eftir tvær vikur. „Þetta er búið og gert,“ sagði Tiger deginum áður en hann hefur titilvörn sína í Muirfield Village Golf Club. Í síðustu viku í Wentworth á Englandi fór Garcia yfir strikið þegar hann var að grínast með það að verja tíma með Tiger á Opna bandaríska. „Við munum þurfa að umgangast hann á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2013 | 08:30

GSS: Hlíðarendinn opnar í dag

Hlíðarendavöllur á Sauðárkróki verður opnaður inn á sumarflatir í dag fimmtudaginn 30. maí 2013  jafnt fyrir klúbbmeðlimi sem gesti. Kylfingar eru beðnir að ganga sérstaklega vel um völlinn enda er hann viðkvæmur eftir erfiðan vetur. Flatir hafa verið sandaðar og eru því ekki komnar í gott sumarstand og er mjög mikilvægt að kylfingar lagfæri boltaför. Skráning á rástíma er virk á www.golf.is

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2013 | 22:20

Golfútbúnaður: Nýjustu járnin – Myndskeið

Mike Johnson, ristjóri Golf Digest og Golf World hvað snertir golfútbúnað sýndi Matt Ginnella þátttarstjórnanda í golfþættinum Morning Drive það nýjasta í járnum 2013. Sjá má myndskeiðið með þeim Johnson og Ginnella með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2013 | 22:00

Obama heiðursformaður Presidents Cup

Barack Obama mun gegna stöðu heiðursformanns í Presidents Cup næstkomandi október í Muirfield Village. Þetta er í 10. skiptið sem Presidents Cup er haldið. Fyrir þá sem ekki vita það þá er Forseta bikarinn svipuð keppni og Ryder Cup nema kylfingar allsstaðar að úr heiminum nema Evrópu (þ.e. Alþjóðaliðið) keppir við bestu kylfinga Bandaríkjanna. Síðast þegar mótið var haldið, 2011, vann lið Bandaríkjanna 19-15. Obama var líka formaður árið 2009 þegar Bandaríkin unnu 19 1/2 to 14 1/2. Þetta er í 6. sinn sem forseti hefir gegnt stöðu heiðursformanns. Hinir eru: 1994 — Gerald Ford 1996 — George H.W. Bush 2000 — Bill Clinton 2005 — George W. Bush 2009 — Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2013 | 21:45

Afmæliskylfingur dagsins: Björg Traustadóttir – 29. maí 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Björg Traustadóttir, í Golfklúbbi Ólafsfjarðar (GÓ). Björg á afmæli 29. maí 1965 og er því 48 ára í dag.  Björg er klúbbmeistari Golfklúbbs Ólafsfjarðar 2011 og sigraði auk þess í 1. flokki þ.e. forgjafarflokki 0-14 á Opna Lancôme mótinu 2012 á Hellu. Björg Traustadóttir, klúbbmeistari GÓ 2011  Björg er gift og á 3 börn.  Sjá má nýlegt viðtal Gofl 1 við klúbbmeistara Ólafsfjarðar (Björgu) með því að  SMELLA HÉR:  Komast má af facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér: Björg Trausta (48 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Patrick Joseph Skerritt, f. 29. maí Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2013 | 21:30

Gísli Sveinbergs í 1. sæti og Fannar Ingi í 2. sæti í Skotlandi

Gísli Sveinbergsson, GK og Fannar Ingi Steingrímsson, GHG taka þátt í US Kids European Championship sem fram fer á  golfvelli Luffness New Golf Club  í Skotlandi. Gísli er búinn að leika á samtals 3 undir pari, 147 höggum (74 73) og deilir 1. sætinu með Jim de Heij frá Hollandi, sem er einstaklega glæsilegur árangur. Gísli spilar í flokki 18 ára pilta. Fannari Inga gengur ekki síður, en hann spilar í flokki 14 ára stráka. Hann er búinn að leika á samtals 2 undir pari, 142 höggum (75 67) og deilir 2. sætinu ásamt 2 öðrum þeim Jack Hearn frá Írlandi og Brodie Good frá Englandi. Lokahringurinn fer fram á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2013 | 13:30

Tiger tíar upp á Memorial

Tiger Woods spilar á morgun í fyrsta móti sínu frá sigri sínum á Players Championship og mun þá reyna að freista þess að verja titil sinn meðal stjörnukylfinganna á Memorial Tournament í Muirfield Village. Sjö af 10 bestu kylfingum heims eru saman komnir í Dublin, Ohio til þess að reyna að sigra á móti Jack Nicklaus og taka síðan í höndina á goðsögninni á 18. flöt. Nr. 1 á heimslistanum (Tiger) vann 5. titil sinn á Memorial fyrir 12 mánuðum síðan þökk sé frábæru vippi á par-3 16. flötinni á lokahringnum – og með þessum sigri jafnaði hann 73 titla met Nicklaus. Síðan þá hefir Tiger náð allt að því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2013 | 12:00

Golfbækur: Ný bók um golfkennara Jack Nicklaus – Jack Grout

Fyrsta golfkennslustund Dick Grout átti sér stað 1963. Hann var 10 ára og var að leika sér í golfi með Jack Nicklaus í La Gorce Country Club á Miami Beach í Flórída. „Ég var á u.þ.b. 3. eða 4. holu. Ég náði að setja niður langt pútt,” rifjaði Grout upp. „Ég er bara lítill krakki. Jack lítur á mig og spyr mig: „Hvað ertu að hugsa um þegar þú púttar?” Nú þið vitið hvað sagt er: reynið að pútta eins og krakkar þar sem hugur þeirra er ekki þjakaður af óþarfa. Ég sagði honum að ég hefði valið línu og reynt að setja niður. Þannig að þarna er Jack Nicklaus Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2013 | 08:45

Eygló Myrra kylfuberi Hedwall

Eygló Myrra Óskarsdóttir útskrifaðist frá University of San Francisco nú fyrir tæpum 2 vikum; þann 18. maí 2013. Fyrsta starf hennar eftir útskrift er að vera kylfuberi fyrir vinkonu sína og fyrrum liðsfélaga úr Oklahoma State, fimmfaldan sigurvegara á Evrópumótaröð kvenna, hina sænsku Caroline Hedwall. Eygló var kaddý Hedwall á Pure Silk mótinu á Bahamas eyjum, síðustu helgi þar sem hin suður-kóreanska Ilhee Lee sigraði.  Hedwall var í holli með Lexi Thompson og fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, Stacy Lewis og hefir eflaust verið gaman og lærdómsríkt fyrir Eygló Myrru að fylgjast með. Eygló Myrra mun verða kaddý Caroline Hedwall í næstu 4 mótum.

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2013 | 16:00

Viðtal við Guðrúnu Brá sigurvegara í kvennaflokki á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar 2013

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, sigraði kvennaflokkinn á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Egils Gull mótsins uppi á Skaga nú s.l. helgi. Hún lék hringina 3 á 13 yfir pari 229 höggum (73 79 77) og varð þar að auki 5. best yfir allt mótið í heild (kvenna- og karlaflokk).  Þetta er í 2. sinn sem  hún sigrar á stigamóti upp á Skaga, en Guðrún Brá vann sama mót fyrir 2 árum, árið 2011, ásamt frænda sínum Axel, sem vann karlaflokk, þá eins og nú.   Golf 1 tók stutt viðtal við Guðrúnu Brá (sem nú er stödd í Englandi). Golf 1: Guðrún innilega til hamingju með glæsilegan sigur!   Hvernig tilfinning er Lesa meira