GO: Góð þátttaka í Styrktarmóti Soroptimista – Myndasería
Í dag, 1. júní 2013, fór fram hið fjölmenna og geysivinsæla styrktarmót Soroptimista á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi, en fjölmargar konur nýttu tækifærið í dag að spila golf og styrkja gott málefni! Skráðar til leiks voru 174 konur og luku 163 keppni. Golf 1 var á staðnum og má sjá myndaseríu frá mótinu með því að SMELLA HÉR: Veitt voru verðlaun fyrir besta skor, en með besta skor var Ingunn Gunnarsdóttir, GKG, 78 glæsihögg! Síðan voru veitt verðlaun fyrir efstu 3 sætin í flokkaskiptri punktakeppni með forgjöf, en verðlaunin voru venju samkvæmt einkar glæsileg: Í forgjafarflokki 0-20,4 voru sigurvegarar eftirfarandi: 1 Ingrid Maria Svensson GR 18 F 18 19 37 Lesa meira
Styrktarmót Soroptimista hjá GO – 1. júní 2013
Íslandsbankamótaröðin (2): Birgir Björn með 2 erni og efstur eftir 1. dag!!!
Fyrri dagur Unglingamótaraðar Íslandsbanka var leikinn í dag á Strandarvelli að Hellu. Birgir Björn Magnússon, GK, leiðir yfir mótið í heild eftir 1. dag á glæsilegum 2 undir pari, 68 höggum og var sá eini sem tókst að brjóta 70 í dag. Birgir Björn leikur í flokki 15-16 ára drengja. Skorkort hans var einkar glæsilegt en á því voru 2 ernir (á 5. og 14. braut) en einnig 5 fuglar og 7 skollar. Reyndar átti Birgir Björn erfiða byrjun hóf leik með 4 skollum, en náði sér síðan á strik með þessum líka frábæra hætti. Hér eru önnur úrslit eftir 1. dag á Unglingamótaröð Íslandsbanka: Drengir 15-16 ára: 1 Birgir Lesa meira
Áskorendamótaröð Íslandsbanka (2): Úrslit
Rjúkandi vöffluilmur tók á móti kylfingum þegar þeir luku keppni á Áskorendamótaröð Íslandsbanka sem fram fór á Þverárvelli á Hellishólum, í dag 1. júní 2013. Húsfreyjan á Hellishólum stóð við járnið og bakaði á meðan bóndinn sá um innsláttinn á skorinu. Já það var vel tekið á móti yngstu kylfingunum á Hellishólum og þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi kannski ekki verið alveg uppá sitt besta þá var skorið ágætt og snilldartilþrif sáust á vellinum. Lægsta skor dagsins átti Daníel Ísak Einarsson GK, en hann lék völlinn á 82 höggum en hann var í flokki 14 ára og yngri stráka. Í flokki 15-16 ára sigraði Sverrir Kristinsson GK en hann lék Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Hansína Þorkelsdóttir – 1. júní 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Hansína Þorkelsdóttir. Hansína er fædd 1. júní 1979 og því 34 ára í dag. Hún er ein af okkar bestu kylfingum og er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Hansína er alin upp í Mosfellsbænum, en býr í Reykjavík. Hún hefir spilað á íslensku mótaröðinni undanfarin sumur. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Marisa Isabel Baena, 1. júní 1977 (36 ára) kólombísk á LPGA; Tano Goya (Argentínumaður á Evróputúrnum) 1. júní 1988 (25 ára) og Carlota Ciganda, 1. júní 1990 (23 ára) …. og ….. Celia Freitas Dagmar Una Ólafsdóttir (32 ára) Dísa Í Blómabúðinni (53 ára) Handverksskúrinn Selfossi Nes Artist Residency Rafnkell Kr Guttormsson (43 ára) Villimey Iceland (23 Lesa meira
Komið í veg fyrir golfmeiðsl í mjóbaki – ráð Rickie Fowler
Í Golf Digest er ágætis grein eftir Ron Kapriske um golfverki í mjóbaki og hvernig megi draga úr þeim, með vísun til Rickie Fowler m.a., sem átt hefur í meiðslum vegna þessa. Rickie Fowler er aðeins 24 ára og hann er eins liðugur og gúmmíband og hefir samhæfingu handa og augna líkt og heimsklassa töframenn sem halda mörgum boltum á lofti. En…. hann er líka með eymsli í mjóbaki. Því er erfitt að trúa um mann á aldri Fowler og sérstaklega að Fowler sem er svo íþróttamannslegur skuli kljást við eitthvað sem kylfingar um 50 ára aldurinn eiga oft í vandræðum með. Hvernig hlaut Fowler þessi meiðsl? Það er erfitt að vita nákvæmlega, Lesa meira
16 mót – 950 spila golf í dag!
Í dag er boðið upp á 16 golfmót víðs vegar um landið. Á Þverárvelli að Hellishólum fer fram Áskorendamótaröð Íslandsbanka og eru 65 krakkar og unglingar skráðir til leiks og á Strandarveli á Hellu er leikið á fyrri degi Unglingamótaraðar Íslandsbanka. Þar eru keppendur 131. Hið vinsæla kvennamót Soroptimista er haldið í Oddinum, hjá GO og eru hvorki fleiri né færri en 174 konur skráðar til leiks enda eitt alvinsælasta kvennamótið, sem hefir verið að festa sig í sessi undanfarin ár. Opna PING öldungamótið er haldið á Hvaleyrinni í Hafnarfirði og eru þátttakendur 154. Tvö innanfélagsmót eru haldin þ.e. Texas Scramble hjá NK (16 lið þ.e. 32 kylfingar) og síðan er Hjóna- Lesa meira
Fræg golftilvitnun: Bill Murray
Golftilvitnanir eru margar til og margar orðnar frægar. Hér á Golf 1 er ætlunin að rifja upp nokkrar þessara tilvitnana af og til í sumar. Ef þið lumið á góðum golfmálshætti eða golftilvitnun, sem þið viljið koma á framfæri, endilega sendið þær á golf1@golf1.is. Hér er ein með þeim þekktari: „Correct me if I’m wrong Sandy, but if I kill all the golfers, they’re going to lock me up and throw away the key.“ –Bill Murray, Caddyshack Á íslensku í lauslegri þýðingu: „Leiðréttu mig ef ég hef rangt fyrir mér Sandy, en ef ég drep alla kylfingana, læsa þeir mig inni og henda burt lyklunum.“ Leikarinn Bill Murray í kvikmyndini Lesa meira
Golfbrellur Romain Bechu – Myndskeið
Það er með ólíkindum hvað sumir eru góðir í allskyns golfbrellum og þar er Romain Bechu engin undantekning. Þegar það gengur út á að halda bolta á lofti á ólíka vegu þá er hann alger snilingur. Hér má sjá myndskeið með golfbrellumeistaranum Romain Bechu SMELLIÐ HÉR:
Örvar Samúelsson fór holu í höggi
Örvar Samúelsson, GA, einn högglengsti kylfingur landsins fór holu í höggi á Kopúlfsstaðavelli s.l. fimmtudag, 30. maí 2013, þegar hann var að spila hring með þeim Andra Þór Björnssyni, GR og Guðmundi Ágúst Kristjánssyni, GR. Draumahögginu náði Örvar á par-3 9. holunni og notaði til þess 5-járn. Á facebook síðu Örvars skrifar hann eftirfarandi um afrek sitt: „Spilaði fyrsta hring sumarsins núna í kvöld og ekki margt fallegt við það enda aukaatriði þegar maður er i góðum félagskap en náði þó að einu frábæru höggi. Hola í höggi á 9 í korpunni vonandi að þetta setji tóninn fyrir sumarið. „ Golf 1 óskar Örvari til hamingju með ásinn!!!








