Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2013 | 23:30

Evróputúrinn: Manassero leiðir enn

Mattero Manassero leiðir þegar Nordea Masters er hálfnað. Manassero er búinn að spila á samtals 13 undir pari, 131 höggum (66 65).  Hann á 2 högg á þann sem næstur kemur, Finnann Mikko Ilonen, sem er á 11 undir pari, 133 höggum (70 63) en hann geystist upp listann eftir að hafa verið með besta skor dagsins 63 högg.

Í 3. sæti er Peter Whiteford á samtals 10 undir pari, 134 höggum (71 63) og Hollendingurinn Joost Luiten er í 4. sæti á 9 undir pari, 135 höggum (68 67).

Sá sem á titil að verja, heimamaðurinn Alex Noren  deilir 5. sætinu ásamt landa sínum Jonas Blixt og forystumanni gærdagsins Pablo Larrazabal.

Meðal þess fréttnæmasta af mótinu í dag er að Ástralinn Andrew Dodt fór tvisvar holu í höggi á 2. hring; þ.e. á 11. holu, sem var 2. hola hringsins hjá honum í dag og á 7. braut en líkurnar á að það gerist er einn á móti 67 milljónum. Að þetta gerist á annarri af stærstu atvinnumannamótaröðum heims er afar sjaldgæft og aðeins Japananum Yusaku Miyazato, sem tekist hafði það hingað til!  Dodt átti því vægast sagt frábæran hring í dag upp á 65 högg en fyrri hringur (77) eyðileggur fyrir honum og deilir hann 62. sætinu í mótinu á samtals 2 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Nordea Masters SMELLIÐ HÉR: