Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2013 | 09:00

Kuchar með nóg til að brosa yfir

Hann (Matt Kuchar) var brosandi með pabba á pokanum í fyrsta Opna bandaríska sínu.  Þetta var 1998, í Olympic Club í San Francisco fyrir 15 árum eftir að hann vann US Amateur, en það var farmiði hans á US Open. „Ég hugsaði aldrei vegna þess að ég vann US Amateur árið eftir Tiger að ég væri næsti Tiger,“ sagði Kuchar. „Þetta var aldrei nokkuð sem ég hugsaði um að ég væri að fylgja í fotspor Tiger. Ég vissi að þetta yrði önnur leið fyrir mig.“  Sú leið var þyrnum stráð á stundum, en Kuchar missti aldrei trúna á sjálfan sig. Hann vann í sveiflu sinni og fann leið inn á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2013 | 08:00

5 frægustu US Open í Pennsylvaníu (4/5)

Í dag hefst í Ardmore, Pennsylvaníu 113. US Open risamótið á Austurvelli Merion golfstaðarins.  Hér á Golf 1 verða rifjuð upp 5 frægustu US Open mótin, sem haldin hafa verið í Pennsylvaníu.  Talið er niður og hefir þegar verið fjallað um mótin í 3. – 5. sæti.  Hér verður fjallað um það mót sem er í 2. sæti yfir 5 frægustu US Open í Pennsylvaníu. 2. Fyrsti risamótssigur Jack Nicklaus (af 18) Jack Nicklaus var 22 ára nýliði, næsta stórstjarna golfsins, en var þarna enn ekki búinn að vinna risamót, sem atvinnumaður.  Arnold Palmer sigurvegari Masters risamótsins var á hátindi vinsælda sinna og að spila á heimavelli á Oakmont, Pennsylvaníu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2013 | 22:55

Íslensku stúlkunum gekk ekki vel á British Ladies Amateur

Íslensku stúlkunum 3 sem léku á British Ladies Amateur gekk ekki vel í dag. Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, GR, gekk best en hún spilaði samtals á 13 yfir pari, 157 höggum (77 80). Ólafía Þórunn er í 97. sæti af 137 keppendum. Sunna Víðsdóttir, GR,  sem var á besta skori íslensku stúlknanna í gær gekk næstbest en hún lék hringina 2 á samtals 15 yfir pari, 159 höggum (76 83). Sunna er í 111. sæti. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, var á samtals 21 yfir pari, 165 höggum (79 86). Efstar og jafnar eftir 2 daga eru Nanna Madsen frá Danmörku og  Su-Hyun Oh frá Ástralíu á samtals 3 undir pari, 141 höggi; Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2013 | 22:30

Strange: „Merion snýst um hugarfar“

Margt hefir verið rætt og ritað um hvað þurfi til þess að sigra á Opna bandaríska sem fram fer á Merion í Pennsylvaníu og hefst á morgun. Einn af þeim sem veit sittlítið af hverju í þessum efnum er tvöfaldur sigurvegari á Opna bandaríska Curtis Strange, sem vann 1988 og 1989. „Það er auðvelt að segja eftir að þér tókst vel upp að maður hafi vitað hvað maður var að gera og að maður hafi undirbúið sig fullkomlega fyrir Opna bandaríska,“ segir Strange sem nú er golfskýrandi fyrir ESPN. „En það er allt bull. Ég bjó mig undir Opna bandaríska á sama hátt og öll önnur mót – með því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2013 | 19:30

Miller Barber látinn 82 ára

Kylfingurinn Miller Barber, sem var upp á sitt besta í golfinu eftir að hann varð 50 ára, lést í gær, þriðjudaginn 11. júní 2013, 82 ára að aldri. Hann er þekktur fyrir að hafa spilað í 1297 mótum samtals á PGA Tour og Öldungamótaröðinni (Champions Tour) samanlagt. Þar af vann hann 11 sinnum á PGA Tour og er sá kylfingur sem á 3.-4. flesta sigra á Öldungamótaröðinni bandarísku (Senior Tour) frá upphafi (24) á eftir Hale Irwin (45), Lee Trevino (29) og  jafn Gil Morgan (24).   Meðal sigra Barber á Senior Tour eru 5 á risamótum öldunga og hann er enn sá eini sem sigrað hefir 3 sinnum á US Senior Open (hliðstæða US Open hjá öldungunum). Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2013 | 13:30

5 frægustu US Open í Pennsylvaníu (3/5)

Á morgun hefst í Ardmore, Pennsylvaníu 113. US Open risamótið á Austurvelli Merion golfstaðarins.  Hér á Golf 1 verða rifjuð upp 5 frægustu US Open mótin, sem haldin hafa verið í Pennsylvaníu.  Talið er niður og hefir þegar verið fjallað um mótiní 4. og 5. sæti, hér verður fjallað um það mót sem er í 3. sæti yfir 5. frægustu US Open í Pennsylvaníu. 3.  Sigur Lord Byron 1939 Byron Nelson vann eina Opna bandaríska risamótið sem hann vann árið 1939 í Philadelphia Country Club og hann hitti eitt af frægustu höggum í sögu mótsins. Hann sló með 1-járni á 2. holu bráðabana á 18. holu og það fór beint Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2013 | 12:30

Afmæliskylfingur dagsins: Sigurpáll Geir Sveinsson – 12. júní 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Sigurpáll Geir Sveinsson. Sigurpáll Geir fæddist 12. júní 1975 og er því 38 ára í dag. Sigurpáll er þekktastur í dag, fyrir að vera golfkennari, sem m.a. sér um allt afreksstarfhjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Eins er Sigurpáll Geir formaður PGA á Íslandi. Sigurpáll byrjaði í golfi árið 1989, þá 14 ára. Hann var í íslenska landsliðinu í golfi á árunum 1992-2003, en á þeim árum var hann í Golfklúbbi Akureyrar. Sigurpáll varð m.a. þrívegis  Íslandsmeistari karla (1994, 1998 og 2002) og þrisvar sinnum í sveitakeppni.  Árið 2003 gerðist Sigurpáll atvinnumaður. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2013 | 12:00

Ainsley með 19 högg á 1 holu

Það hefir eflaust ekki farið fram hjá neinum að Opna bandaríska risamótið hefst á morgun á Merion golfstaðnum, í Ardmore, Pennsylvaníu. Hér er rifjað upp eitt af þessum metum á mótinu í gegnum tíðina sem enginn vill brjóta en það er hæsta skor á 1 holu á Opna bandaríska. Það var sett á 2. hring árið 1938 í Cherry Hills Country Club nálægt Denver í Texas. Ray Ainsley hitti bolta sinn því miður í ánna sem rennur meðfram 16. holu á vellinum.  Ainsley átti nokkra mögulega hvernig hann kæmi sér úr ánni m.a. með því að taka víti og droppa boltanum. Hann kaus samt að spila boltanum þar sem hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2013 | 11:30

Mickelson ekki á æfingu af fjölskylduástæðum

Phil Mickelson var ekki í Merion Golf Club í gær að undirbúa sig fyrir U.S. Open risamótið, sem hefst á morgun vegna þess að hann fór heim til San Diego, í Kaliforníu til þess að vera viðstaddur útskrift dóttur sinnar Amöndu úr 8. bekk. Mickelson, sem á 43 ára afmæli n.k. sunnudag var í Merion fyrir tveimur vikum, tveimur dögum áður en hann tók þátt í FedEx St Jude Classic í Memphis, þar sem hann var alla síðustu 3 hringina á skori upp á 60 og eitthvað og lauk keppni jafn öðrum í 2. sæti, 2 höggum á eftir sigurvegaranum Harris English.  Mickelson kom til Merion á mánudag en fékk Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2013 | 11:00

5 frægustu US Open í Pennsylvaníu (2/5)

Á morgun hefst í Ardmore, Pennsylvaníu 113. US Open risamótið á Austurvelli Merion golfstaðarins.  Hér á Golf 1 verða rifjuð upp 5 frægustu US Open mótin, sem haldin hafa verið í Pennsylvaníu.  Talið er niður og hefir þegar verið fjallað um mótið í 5. sæti, hér verður fjallað um það mót sem er í 4. sæti yfir 5. frægustu US Open í Pennsylvaníu. 4. Margir telja að US Open mótið sem haldið var árið 1973 í Oakmont, Pennsylvaníu, eitt besta mót bandaríska kylfingsins Johnny Miller. Oakmont er talinn meðal erfiðustu golfvalla sem US Open hefir verið haldið á, þó völlurinn hafi verið mýkri en oft áður vegna þess að vökvunarkerfið Lesa meira