Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2013 | 22:55

Íslensku stúlkunum gekk ekki vel á British Ladies Amateur

Íslensku stúlkunum 3 sem léku á British Ladies Amateur gekk ekki vel í dag.

Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, GR, gekk best en hún spilaði samtals á 13 yfir pari, 157 höggum (77 80). Ólafía Þórunn er í 97. sæti af 137 keppendum.

Sunna Víðsdóttir, GR,  sem var á besta skori íslensku stúlknanna í gær gekk næstbest en hún lék hringina 2 á samtals 15 yfir pari, 159 höggum (76 83). Sunna er í 111. sæti.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, var á samtals 21 yfir pari, 165 höggum (79 86).

Efstar og jafnar eftir 2 daga eru Nanna Madsen frá Danmörku og  Su-Hyun Oh frá Ástralíu á samtals 3 undir pari, 141 höggi; Nanna (69 72) og Su-Hyun  (71 70).

Mótið er gríðarlega sterkt og var hámarksforgjöf í mótið 0,2

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag British Ladies Amateur SMELLIÐ HÉR: