Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2013 | 22:30

Strange: „Merion snýst um hugarfar“

Margt hefir verið rætt og ritað um hvað þurfi til þess að sigra á Opna bandaríska sem fram fer á Merion í Pennsylvaníu og hefst á morgun.

Einn af þeim sem veit sittlítið af hverju í þessum efnum er tvöfaldur sigurvegari á Opna bandaríska Curtis Strange, sem vann 1988 og 1989.

„Það er auðvelt að segja eftir að þér tókst vel upp að maður hafi vitað hvað maður var að gera og að maður hafi undirbúið sig fullkomlega fyrir Opna bandaríska,“ segir Strange sem nú er golfskýrandi fyrir ESPN.

„En það er allt bull. Ég bjó mig undir Opna bandaríska á sama hátt og öll önnur mót – með því að leggja hart að mér. Raunverulegi lykillinn að sigri mínum var að ég var að dræva beint. Það er algert „must“. Og ég spilaði bara vel. Sjálfstraustið var hátt á þessum tíma. En…. ég aldrei stóð ég á fyrsta teig og hugsaði „þetta er mín vika.“

„Auk þess er stóri munurinn milli US Open og öllum öðrum mótum, andlegi þátturinn. Maður verður að vera með „baráttu“ hugsun. Maður nær ekkert 15-20 fuglum. Maður nær kannski 10 og sigrar. Þetta snýst allt um að bjarga pörum. Hvernig?  Mér tókst ágætlega upp þar. Hvernig? Ég vippaði og var að pútta vel. Það er enginn sem nær inn á allar flatir á tilskildum höggafjölda í Opna bandaríska. Vegna þess að enginn hittir allar flatir. Þetta snýst um að halda sér í mótinu og vinna allar litlu barátturnar.“

Á Merion kemur til með að reyna mikið á þolinmæði og andlegt atgervi leikmanna af samblandi af lay-outinu, pinna-staðsetningum og skv. Strange hreint og beint kvikyndisskap framkvæmdastjóra USGA (bandaríska golfsambandsins, Mike Davis, sem átti þátt í að breyta vellinum.

Mike hefir virkilega átt við þennan golfvöll (Merion),“ sagði Strange. „Brautir hafa verið færðar til þess að gera allt erfiðara. Á vinstri væng 11. brautar t.d. er t.a.m. komið tré. Og svo er það 4. holan.  Það var einu sinni 12 yarda pallur á hægri hlið brautarinnar. Ef maður sló þangað sá maður holuna. Í þessari viku er þessi „pallur“ horfinn. Hann hefir horfið undir þykkan karga. Svo hallar öll brautin frá hægri til vinstri. Það á eftir að vera erfitt að hitta hana.“

„Það er þess vegna sem Merion snýst um hugarfar. Maður veit að USGA hefir verið að þyngja völlinn, en leikmenn verða bara að sætta sig við það. Það verða eflaust nokkrar holustaðsetningar sem sett verða spurningarmerki við, ég er viss um það.  Þær verða leikjanlegar en það vakna spurningar við þessar holustaðsetningar.

Á hinn bóginn verður eflaust enginn skortur á fuglum því miðbik vallarins (sérstaklega) er fremur stuttur á PGA Tour og nútíma standard.

En stutt þýðir ekki endilega létt, pinnastaðsetningarnar eiga eftir að þyngja stuttu holurnar.“

Þetta er alltaf sama sagan á Opnu bandarísku risamótunum – sumt breytist ekki og þetta er án efa eitt erfiðasta risamótið …. og nú eru bara nokkrar klukkustundir eftir að herlegheitin hefjast!!!