Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2013 | 19:30

Miller Barber látinn 82 ára

Kylfingurinn Miller Barber, sem var upp á sitt besta í golfinu eftir að hann varð 50 ára, lést í gær, þriðjudaginn 11. júní 2013, 82 ára að aldri.

Hann er þekktur fyrir að hafa spilað í 1297 mótum samtals á PGA Tour og Öldungamótaröðinni (Champions Tour) samanlagt.

Þar af vann hann 11 sinnum á PGA Tour og er sá kylfingur sem á 3.-4. flesta sigra á Öldungamótaröðinni bandarísku (Senior Tour) frá upphafi (24) á eftir Hale Irwin (45), Lee Trevino (29) og  jafn Gil Morgan (24).   Meðal sigra Barber á Senior Tour eru 5 á risamótum öldunga og hann er enn sá eini sem sigrað hefir 3 sinnum á US Senior Open (hliðstæða US Open hjá öldungunum).

Margir hafa orðið til þess að votta fjölskyldu Barber, eiginkonunni Karen sem lifir mann sinn og 5 börnum þeirra, Casey, Doug, Brad, Larry og Richard samúð þ.á.m.:
Peter Kostis: „Miller Barber var sannur herramaður og það var sérstakt á margan hátt. Ég mun sakna hans gríðarlega. Miller, hvíl í friði.“

Kevin Streelman: „Miller Barber var uppáhalds herramaðurinn minn sem ég hef kynnst í gegnum þennan frábæra leik og ég  mun aldrei gleyma að hafa verið undir hans umsjón í Whisper Rock.“

Geoff Ogilvy: „Hvíl í friði Miller Barber. Þökk þér fyrir öll ráðin og sögurnar. Whisper Rock mun aldrei verða samt.“

Miller Barber fæddist 31. mars 1931 í Shreveport, Louisiana. Hann útskrifaðist frá University of Arkansas árið 1954 og gerðist atvinnumaður 4 árum síðar og vann fyrsta mót sitt á PGA Tour árið 1964, Cajun Classic Open Invitational. Hann bætti einnig við 10 PGA Tour titlum og 131 topp-10 áröngrum.

Hver sigra Barber á PGA Tour kom á ólíku keppnistímabili. Hann vann einu sinni á hverju ári frá 1967-1974 en það afrek var aðeins jafnað af Jack Nicklaus á því tímabili. Barber var jafnframt 10. leikmaðurinn á PGA Tour til þess að fara yfir $1 milljóna markið í verðlaunafé.

Barber var nálægt því að sigra risamót árið 1969 þ.e. Opna bandaríska í Houston. Hann var með 3 högga forystu í 54 holur í Champions Club en var á 78 á lokahringnum og var 3 höggum á eftir sigurvegaranum Orville Moody. Hann var í Ryder Cup liði Bandaríkjunum það árið og aftur 1971 og var árangur hans þar 1-4-2

Barber var alltaf uppnefndur „Hr. X.“  Barber sagði Golf Digest frá því í viðtali 2005 hvernig hann hefði hlotið það viðurnefni og þær 2 útgáfur, sem væru að því.

Önnur útgáfan var sú að hann hefði hlotið uppnefnið frá sjálfum George Bayer vegna þess að hann drævaði lengra en Bayer eitt sinn í sleggjukeppni sem þá hét Hartford Open.

Hin útgáfan var sú að atvinnumaðurinn Jim Ferree hefði gefið sér uppnefnið vegna þess „að ég sagði honum aldrei hvert ég var að fara á kvöldin. Ég var piparsveinn og þótti ansi dularfullur þannig að Ferree kallaði mig „hinn dularfulla Hr. X.“ (ens. The Mysterious Mr. X).

Barber var líka þekktur fyrir mjög svo sérviturlega sveilfu. Einn félaga hans sagði eitt sinn um sveiflu hans „Þegar Barber sveiflar þá lítur það út eins og kylfan festist í golffötunum hans.“

Barber útskýrði sveiflu sína á Golf Digest svo „að um það bil um það leyti sem ég fór í golftíma var ég 13 ára og þá var ég þegar kominn með sveifluna sem ég er með í dag. Gegnum árin hef ég reynt að breyta henni en í raun get ég ekkert spilað öðruvísi. Jackie Burke segir að sveiflan mín líti út eins og kolkrabbi sem detti úr tré (sama lýsing hefir verið notuð um sveiflu Jim Furyk)  og aðrir segja að ég líti út eins og maður sem sé að opna regnhlíf í vindi. En eftir að ég „loop-a“ kylfuna inn á við í niðursveiflunni lít ég út eins og hver annar góður kylfingur.  Og þegar allt kemur til alls er það niðursveiflan sem skiptir öllu máli!“

Sjá má myndskeið af sveiflu Barber (hægt) með því að SMELLA HÉR: 

Sveifla Miller Barber er talin meðal þeirra skrítnustu sjá með því að SMELLA HÉR: 

(Þar sagði m.a. að menn vildu frekar fara til tannlæknis en að horfa upp á sveiflu Barber!)