Matt Kuchar er með gullfallega sveiflu
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2013 | 09:00

Kuchar með nóg til að brosa yfir

Hann (Matt Kuchar) var brosandi með pabba á pokanum í fyrsta Opna bandaríska sínu.  Þetta var 1998, í Olympic Club í San Francisco fyrir 15 árum eftir að hann vann US Amateur, en það var farmiði hans á US Open.

„Ég hugsaði aldrei vegna þess að ég vann US Amateur árið eftir Tiger að ég væri næsti Tiger,“ sagði Kuchar. „Þetta var aldrei nokkuð sem ég hugsaði um að ég væri að fylgja í fotspor Tiger. Ég vissi að þetta yrði önnur leið fyrir mig.“  Sú leið var þyrnum stráð á stundum, en Kuchar missti aldrei trúna á sjálfan sig. Hann vann í sveiflu sinni og fann leið inn á PGA Tour eftir smá tímabil erfiðleika en svo fór hann að taka þátt í mótum mjög reglulega.

„Ég heyri að margir séu að tippa á mig í dag […] En við heyrum svo mikið talað í hverri viku.“

„Mér finnst ég vera að spila gott golf.  Ég hlakka til þess að spila meira af góðu golfi. Ég er tilbúinn í risamót, Opna bandaríska. Ég hlakka til að keppa og reyna að koma nafni mínu á bikarinn,“ sagði Kuchar loks.