Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2013 | 11:00

GR: Korpan opnar sem 27 holu golfvöllur á morgun!

Á morgun, þann 15. júní 2013, verður Korpúlfsstaðavöllur formlega opnaður sem 27 holu völlur. Þetta er stór dagur í sögu Golfklúbbs Reykavíkur og stór dagur í íslenskri golfsögu. Þeir í GR ætla að vígja völlinn með innanfélagsmóti, þar sem veitt verða glæsileg verðlaun. Eins og áður hefur verið kynnt þá hafa lykkjurnar þrjár á nýja Korpuvellinum fengið nöfnin Sjórinn (1.-9.), Áin (10.-18.) og svo Landið (19.-27.). Þeir hlutar sem verða spilaðir í Vígslumóti GR eru Landið og Áin. Svo geta þeir aðilar sem ekki taka þátt í mótinu bókað 9. holur á Sjónum. Kylfingar þurfa að skrá sig til leiks á þeim hluta. Leikfyrirkomulag mótsins er höggleikur og punktakeppni. Ræst Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2013 | 08:00

GO: Golfklúbburinn Oddur 20 ára

Í dag, föstudaginn 14. júní eru 20 ár frá því að Golfklúbburinn Oddur var stofnaður. Af því tilefni ætlar GO að gera sér dagamun og halda uppá daginn. Félögum og gestum er boðið til afmælishófs föstudag, 14. júní, klukkan 12:00 í golfskálanum Urriðavelli. Tímamótanna verður minnst með dagskrá þar sem flutt verða stutt ávörp og félagar heiðraðir. Núverandi og fyrrverandi félagar í Golfklúbbnum Oddi eru hvattir til að líta við og fagna deginum. Að athöfninni lokinni hefst afmælismót GO þar sem veitt verða glæsileg verðlaun fyrir hin ýmsu golfafrek. Þeir sem eiga eftir að skrá sig eru hvattir til að gera það hið fyrsta.

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2013 | 02:00

GA: Enn leikið á vetrarflötum

Hvers vegna er enn spilað á vetrarflötum á Jaðrinum? Margir meðlimir golfklúbbs Akureyrar spyrja sig sem og aðra að þessari spurningu dag eftir dag og er lítið um svör. Á heimasíðu GA eru settir fram eftirfarandi punktar sem svör við fyrrgreindri spurningu: Sumir eru orðnir frekar pirraðir á þessu ástandi en öðrum finnst bara skemmtilegt að spila völlinn á vetrargrínum, enda allt öðruvísi þar sem tekinn var Skotinn á holurnar en þær eru mun stærri en tíðkast. Til þess að fræða félaga klúbbsins um ástand flatanna á vellinum koma hérna nokkrir punktar: *Það má áætla að vinnan sem var unnin í vetur sé að hjálpa okkur að ná flötunum fyrr Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2013 | 01:00

US Open: Luke leiðir

Luke Donald leiðir þegar 2. risamóti ársins í karlagolfinu US Open var frestað vegna myrkurs. Donald er búinn að spila á 4 undir pari, en á það ber að líta að hann á 5 holur eftir óspilaðar. Öðru sætinu deila Phil Mickelson og Adam Scott, en Scott er rétt búinn að ljúka 11 holu. Scott er í holli hinna 3 stóru: Tiger (sem er á 2 yfir pari eftir 10 holur) og Rory (sem er á sléttu pari eftir 10 holur). Til þess að sjá stöðuna þegar 1. degi US Open er ólokið SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2013 | 16:15

Baksviðs á „While we´re young“

Bandaríska golfsambandið, USGA (United States Golf Association) hefir sent frá sér nokkrar auglýsingar, sem settar eru til höfuðs of hægum leik í golfíþróttinni. Talið er að ein helsta orsök þess í dag fyrir því að fólk hætti í golfi sér hreinlega að það tekur allt of langan tíma.  Golfhringir upp á 6 tíma draga líka virkilega löngunina og skemmtunina úr golfleiknum. USGA hefir fengið í lið með sér einhverja þekktustu kylfinga okkar tíma og má sjá myndskeiðin með Anniku Sörenstam, Arnold Palmer, Clint Eastwood og Tiger Woods hér á vefnum. Kylfingarnir skemmtu sér vel við upptökur á auglýsingunum. Í eftirfarandi myndskeiði er fylgst með baksviðs við tökur á auglýsingunum en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2013 | 16:00

5 frægustu US Open í Pennsylvaníu (5/5)

Í dag hefst í Ardmore, Pennsylvaníu 113. US Open risamótið á Austurvelli Merion golfstaðarins.  Hér á Golf 1 verða rifjuð upp 5 frægustu US Open mótin, sem haldin hafa verið í Pennsylvaníu.  Talið er niður og hefir þegar verið fjallað um mótin í 2. – 5. sæti.  Hér verður fjallað um síðasta mót sem er í 1. sæti yfir 5 frægustu US Open í Pennsylvaníu. Nr. 1 Endurkoma Ben Hogan 1950 Af þeim 4 US Open mótum sem Ben Hogan vann árið 1950, þá skipti Merion mestu „vegna þess að það sannaði að hann gæti enn unnið.“ Það voru efasemdir um að Hogan myndi nokkru sinni ganga aftur, hvað þá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2013 | 13:45

Tiger ofl. gegn of hægum leik – myndskeið

USGA hefir sent frá sér nokkrar auglýsingar sem beint er gegn of hægum leik á golfvöllum. Nú er lykilorðið þegar verið er að ýta á eftir einhverjum að hraða leika á golfvöllum: „While we´re still young!“  þ.e. viltu hraða þér að slá eða flýta þér að klára að spila holuna meðan við erum enn ung! Hér er ein auglýsing USGA þar sem golfgoðsögnin Arnold Palmer kemur við sögu SMELLIÐ HÉR:  Hér er önnur þar sem Tiger Woods er í aðalhlutverki SMELLIÐ HÉR:  Hér er enn ein með Clint Eastwood og Arnold Palmer SMELLIÐ HÉR:  Hér er svo ein með Anniku Sörenstam SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2013 | 13:29

GG: Sigurður Hafsteinn og Haukur sigruðu á 4. stigamóti Hérastubbur bakarí – Bjarni Sigþór fór holu í höggi!

Góð þátttaka var í stigamóti 4 – Hérastubbur bakari sem fram fór í gær við fínar aðstæður. Húsatóftavöllur er heldur betur búinn að vakna til lífsins mikla rigningu að undanförnu. Alls voru 43 kylfingar serm tóku þátt sem er besta þátttaka í stigamóti til þessa. Úrslit urðu eftirfarandi: Höggleikur: Sigurður Hafsteinn Guðfinsson, GG – 71 högg Punktakeppni: 1. sæti Haukur Einarsson, GG – 36 punktar 2. sæti Fannar Jónsson, GG – 35 punktar 3. sæti Magnús Guðmundsson, GG – 35 punktar Nándarverðlaun á 18. braut – Gísli Jónsson, GG – 65 cm. Hópur betri kylfinga GS var að spila á vellinum í gær og hrósuðu vellinum hásterkt að leik loknum. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2013 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Særós Eva Óskarsdóttir – 13. júní 2013

Það er Særós Eva Óskarsdóttir, GKG, sem er afmæliskylfingur dagsins. Særós Eva er fædd 13. júní 1995 og því 18 ára í dag. Særós Eva er í afrekskylfingahóp GSÍ og spilar í ár bæði á Eimskipsmótaröðinni á Íslandsbankamótaröðinni. Hún hefir staðið sig vel á báðum mótaröðum sérstaklega Unglingamótaröðinni, en þar varð hún m.a. í 2. sæti nú nýverið á 1. mótinu í Þorlákshöfn, þar sem hún lenti m.a. í bráðabana um 1. sætið við klúbbfélaga sinn Gunnhildi Kristjánsdóttur, GKG. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Særós Eva Óskarsdóttir Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Ben Arda f. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2013 | 09:30

Herferð USGA gegn hægum leik

Bandaríska golfsambandið USGA (United States Golf Association) hefir skorið upp herör gegn of hægum leik í golfi og hefir fengið til liðs við sig heilan her kylfinga, þ.á.m. Arnold Palmer, Tiger Woods, Anniku Sörenstam, Clint Eastwood og jafnvel drauginn af Rodney Dangerfield. Þeir sem fylgjast með US Open nú um helgina munu sjá risaauglýsingar sem beint er gegn of hægum leik. E.t.v. er hægt að brosa að því næst þegar staðið er á teig og allur ráshópurinn þarf að bíða hjálparlaust eftir að hollið á undan klári eða það tekur einhvern í hollinu heila eilífð að slá af teig.   Of hægur leikur er vandamál sem er jafn gamalt golfleiknum Lesa meira