Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2013 | 23:00

Sunna best á 1. hring

Það voru heldur erfiðar aðstæður, sem keppendur á Ladies’ British Open Amateur Championship, sem hófst í morgun þurftu að glíma við, mikill vindur og rigning. Sunna Víðisdóttir, GR lék best  Íslensku keppendana eða á 76 höggum, 4 yfir pari hún er sem stendur í 47.-62. sæti. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR, lék á 77 höggum, 5 yfir pari og er í 63.-80. sæti. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, lék á 79 höggum, 7 yfir pari og er í 90.-103. sæti. Á morgun verða leiknar 18 holur en eftir þann hring kemur í ljós hverjar fara áfram í holukeppnina, en 64 kylfingar komast áfram. Caroline Nistrup frá Danmörku lék best allra í dag Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2013 | 16:00

Monty: Áhorfendur munu púa á Garcia

Colin Montgomerie er viss um að Sergio Garcia muni hljóti ansi fjandsamlegar viðtökur hjá bandarískum áhorfendum á Opna bandaríska, jafnvel þó nú virðist sem hann hafi beðið Tiger afsökunar á „djúpsteiktar kjúklings“ kommenti sínu. Aðspurður um hvort áhorfendur myndu púa á Garcia þá sagði Monty: „Já, ég er ansi hræddur um það, sem er sorglegt fyrir leikinn.“ „Við verðum að muna að við erum aðeins í nokkurra klukkustunda fjarlægð frá New York; þetta eru líflegir áhorfendur og ég held að það verði púað á hann (á Merion í Pennsylvaníu).“ „Við töluðum saman í Wentworth (á BMW PGA Championship) þegar ég sagði „Vel gert hjá þér að ná niðurskurði,“ og hann (Garcia) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2013 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Rúnar Arnórsson – 11. júní 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Rúnar Arnórsson.  Rúnar er fæddur 11. júní 1992 og á því 21 ára afmæli í dag!!! Rúnar er afrekskylfingur í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og er í afrekshóp GSÍ.  Hann spilar á Eimskipsmótaröðinni, líkt og systir hans Signý Arnórsdóttir, sem leiddi lengi vel nú um helgina í kvennaflokki á Securitas mótinu, 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar úti í Vestmannaeyjum; en þau systkinin tóku bæði þátt. Rúnar (lengst t.h.) á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við Rúnar með því að SMELLA HÉR:  Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Rúnar Arnórsson (21 árs!!! – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2013 | 10:30

Eimskipsmótaröðin (2): Viðtal við Önnu Sólveigu sigurvegara Securitas mótsins

Anna Sólveig Snorradóttir, GK, vann fyrsta sigur sinn á Eimskipsmótaröðinni í gær á 2. móti mótaraðarinnar, Securitas mótinu úti í Eyjum.  Anna Sólveig lék á samtals 13 yfir pari, 223 höggum (74 72 77). Golf 1 tók stutt viðtal við Önnu Sólveigu. Golf 1: Innilega til hamingju með fyrsta sigurinn á Eimskipsmótaröðinni!  Hvað varð til þess að þú sigraðir? Anna Sólveig:  Ætli það hafi ekki bara verið það að ég fékk ekki neinar sprengjur , ég var ekki out of bounds, hélt boltanum inni á vellinum og var að spila mjög stöðugt golf. Golf 1: Hvað er þér eftirminnilegast frá þessari helgi? Anna Sólveig: Ég veit það ekki – að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2013 | 10:10

3 keppa í Ladies British Open Am

The Ladies’ British Open Amateur Championship hófst í morgun en þetta er 111 sinn sem það fer fram. Mótið er haldið í Suður Wales og er leikið á Machynys Peninsula vellinum sem er strandvöllur (links) hannaður af Jack Nicklaus.  Þáttökurétt hafa kvenkyns áhugakylfingar sem eru í viðurkendum golfklúbbum og hafa ekki hærri forgjöf en 2,4, hámarkafjöldi keppanda takmarkaður við 144 kylfinga. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK,  Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og  Sunna Víðisdóttir, GR keppa á mótinu en Brynjar Eldon Geirsson er liðsstjóri.  Eins og áður sagði þá hófst mótið í dag með 36 holu höggleik, leiknar verða 18 holur í dag og á morgun. Eftir morgundaginn kemur svo í ljós Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2013 | 09:30

GÚ: Gunnhildur setti nýtt vallarmet!

Rúmlega 50 keppendur tóku þátt í SoHo Market vormótinu í Úthlíð s.l. laugardag, 8. júní 2013. Gunnhildur Kristjánsdóttir í GKG setti nýtt vallarmet á rauðum teigum.  Lék á 73 höggum eða 3 yfir pari vallarins. Úrslit í punktakeppni urðu eftirfarandi: Karlaflokkur: 1. Björgvin J. Jónhannsson 38 punktar (16/22) 2. Þráinn Hauksson 38 punktar (18/20) 3. Hreinn Sesar Hreinsson 38 punktar (19/19) Kvennaflokkur: 1. Kristrún Runólfsdóttir 35 punktar (16/19) 2. Heiðrún Líndal Kjartansdóttir 35 punktar (17/18) 3. Hjördís Björnsdóttir 35 punktar (18/17) Til þess að sjá myndaseríu frá Soho Market mótinu í Úthlíðinni SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2013 | 09:15

Sharmila flutt til London

Sharmila Nicollet, 22 ára, gullfallegi indverski atvinnukylfingurinn, sem m.a. hefir setið fyrir hjá Vogue, Marie-Claire og Elle, hefir ákveðið að London verði 2. heimili hennar utan Bangalore í Indlandi. Hún spilar nú reglulega í Buckinghamshire Golf Club, þar sem ISPS Handa Ladies European Masters fer fram og vonar að hún hljóti forskot umfram hina félaga sína á LET, en mótið fer fram 26.-28. júlí n.k. Hún hefir nú æft og verið í þjálfun á vellinum s.l. mánuði og sagði: „Ég er mjög spennt að vera að spila á Buckinghamshire velli og rétt hjá London. Ég elska völlinn, elska fólkið á honum og get ekki beðið eftir að keppa í London. Ég Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2013 | 08:00

Tiger og Garcia tókust í hendur

Deila Tiger og Sergio Garcia hefir farið fjöllunum hærra í golffjölmiðlum á undanförnum mánuðum.  Allt frá því Garcia kenndi Tiger um að taka kylfu úr poka sínum og trufla sig með því þar sem áhorfendur á the Players fóru að klappa að því að Garcia sagðist á blaðamannafundi fyrir BMW PGA mótið í Wentworth myndu bera fram „djúpsteiktan kjúkling“ fyrir Tiger, ef hann byði honum í mat á Opna bandaríska. Og nú í þessari viku hefst einmitt Opna bandaríska á Merion golfvellinum, í Ardmore, Pennsylvaníu. Flestar stórtstjörnurnar eru mættar og eru að æfa sig fyrir mótið og Tiger og Garcia þar engin undantekning. Þeir hittust á æfingasvæði Merion í gær Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2013 | 07:55

Heimslistinn: English í 84. sæti

Harris English sigraði á FedEx St. Jude Classic nú um helgina en þetta var fyrsti sigur hans á PGA Tour. Fyrir utan að hljóta tékka upp á rúma $ 1 milljón dollara fór English inn á topp-100 á heimslistanum. Fyrir síðustu helgi var English enn í 139. sætinu en hækkar sig um 55 sæti og er kominn í 84. sætið. Hollendingurinn Joost Luiten, sem var að vinna 2. mót sitt á Evrópumótaröðinni, þ.e. Lyoness Open í Austurríki er sömuleiðis kominn á topp-100, hækkaði sig um 41 sæti úr 137 í 96. sætið. Lítil breyting er meðal efstu 10 á heimslistanum. Engar breytingar eru meðal efstu 5: Tiger er enn í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2013 | 14:30

Eimskipsmótaröðin (2): Viðtal við Harald Franklin sigurvegara Securitas mótsins

Haraldur Franklín Magnús, GR, vann glæsilegan sigur á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Securitas-mótinu úti í Eyjum nú um helgina. Haraldur Franklín var samtals á 1 undir pari,  209 höggum (67 70 72). Golf 1 tók stutt viðtal við sigurvegarann: Golf 1: Haraldur, innilega til hamingju með sigurinn úti í Eyjum, er þetta fyrsti þinn sigurinn þar og ertu vel kunnugur Vestmannaeyjavelli? Haraldur Franklín:  Já, þetta er fyrsti sigurinn. Ég hef spilað mikið undanfarið þar, en spilaði helling úti í Eyjum í unglingamótum og svo í svona 5 karlamótum. Golf 1: Áttu þér einhverja uppáhaldsbraut á Vestmannaeyjavelli? Haraldur Franklín:  Mér finnst náttúrlega, 2. brautin rosalega skemmtileg. Þó hún sé stutt er hún Lesa meira