Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2013 | 08:00

5 frægustu US Open í Pennsylvaníu (4/5)

Í dag hefst í Ardmore, Pennsylvaníu 113. US Open risamótið á Austurvelli Merion golfstaðarins.  Hér á Golf 1 verða rifjuð upp 5 frægustu US Open mótin, sem haldin hafa verið í Pennsylvaníu.  Talið er niður og hefir þegar verið fjallað um mótin í 3. – 5. sæti.  Hér verður fjallað um það mót sem er í 2. sæti yfir 5 frægustu US Open í Pennsylvaníu.

2. Fyrsti risamótssigur Jack Nicklaus (af 18)

Jack Nicklaus var 22 ára nýliði, næsta stórstjarna golfsins, en var þarna enn ekki búinn að vinna risamót, sem atvinnumaður.  Arnold Palmer sigurvegari Masters risamótsins var á hátindi vinsælda sinna og að spila á heimavelli á Oakmont, Pennsylvaníu á US Open 1962.  Þetta varð að einni frægustu viðureignum milli Kóngsins (Arnold Palmer) og Gullna Bjarnarins (Jack Nicklaus).   Nicklaus hafði næstum tekist að sigra á US Open 2 árum fyrr. Hann var 2 höggum á eftir forystunni fyrir lokahringinn, en hann lauk keppni með skori upp á 69 ,þegar hann setti niður 1,5 metra fuglapútt á 17. holu sem kom honum í 18 holu umspil.  Nicklaus náði 4 högga forystu yfir 6 holur, en varð síðan að standast Arnold Palmer eins og hann gerðist bestur, en hann dró á Nicklaus og var bilið milli þeirra aðeins 1 högg. Palmer þrípúttaði á 13. holu og var aftur 2 höggum á eftir og hann náði aldrei að minnka muninn eftir það. Nicklas var með skor upp á 71 högg í umspilinu og vann með 3 höggum þ.e. fyrsta risamót sitt af 18.