Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2013 | 11:00

5 frægustu US Open í Pennsylvaníu (2/5)

Á morgun hefst í Ardmore, Pennsylvaníu 113. US Open risamótið á Austurvelli Merion golfstaðarins.  Hér á Golf 1 verða rifjuð upp 5 frægustu US Open mótin, sem haldin hafa verið í Pennsylvaníu.  Talið er niður og hefir þegar verið fjallað um mótið í 5. sæti, hér verður fjallað um það mót sem er í 4. sæti yfir 5. frægustu US Open í Pennsylvaníu.

4. Margir telja að US Open mótið sem haldið var árið 1973 í Oakmont, Pennsylvaníu, eitt besta mót bandaríska kylfingsins Johnny Miller.

Oakmont er talinn meðal erfiðustu golfvalla sem US Open hefir verið haldið á, þó völlurinn hafi verið mýkri en oft áður vegna þess að vökvunarkerfið var skilið eftir lengur á en venjulega fyrir föstudags hringinn og það rigndi síðan eins og hellt úr fötu á laugardeginum.  Það sem skipti þó meira máli fyrir Miller var að hann opnaði stöðu sína meira á æfingasvæðinu rétt fyrir mótið sem hentaði aðstæðum.  Hann fór inn í lokahringinn 6 höggum á eftir John Schlee, Julius Boros, Jerry Heard og Arnold Palmer, en sá síðastnefndi hafði tapað í bráðabana gegn Jack Niklaus í fyrra Opna bandaríska á Oakmont.

Þessara framangreindu verður bara getið í smáaletrinu hvað snertir US Open 1973.

Miller var á teig 1 klukkustund á undan forystumönnunum og setti niður 9 fugla á lokahringnum þar sem hann var á skori upp á 63 högg. Hann átti jafnvel pútt fyrir 62, en fuglapútt hans á 18. snerist í bollanum og vildi ekki oní. Miller lauk keppni með sigri og átti 1 högg á Schlee á hring sem enn er talað um 40 árum eftir að hann var spilaður!