Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2013 | 13:30

5 frægustu US Open í Pennsylvaníu (3/5)

Á morgun hefst í Ardmore, Pennsylvaníu 113. US Open risamótið á Austurvelli Merion golfstaðarins.  Hér á Golf 1 verða rifjuð upp 5 frægustu US Open mótin, sem haldin hafa verið í Pennsylvaníu.  Talið er niður og hefir þegar verið fjallað um mótiní 4. og 5. sæti, hér verður fjallað um það mót sem er í 3. sæti yfir 5. frægustu US Open í Pennsylvaníu.

3.  Sigur Lord Byron 1939

Byron Nelson vann eina Opna bandaríska risamótið sem hann vann árið 1939 í Philadelphia Country Club og hann hitti eitt af frægustu höggum í sögu mótsins. Hann sló með 1-járni á 2. holu bráðabana á 18. holu og það fór beint niður  fyrir erni og þannig vann Lord Byron mótið.  Þetta er sama mótið sem Sam Snead varð að sigra á til þess að hljóta Grand Slam (þ.e. sigur á öllum 4 risamótunum).  Hann átti aldrei betra tækifæri en þarna 1939. Á 17. holu  stóð Snead með 2 högga forystu á Nelson, sem hafði lokið hringnum og Craig Wood og Denny Shute, sem voru enn á vellinum. Snead fékk skolla og taldi ranglega að hann þyrfti fugl til sigurs. Hann var í bönker í 2. höggi á par-5 lokaholunni.  Hann setti næsta högg út í áhorfendafjöldann, vippaði inn á flöt og þrípúttaði fyrir þreföldum skolla, snjókerlingu, 8 höggum!  Hann komst ekki einu sinni í bráðabanann með Nelson, Wood og Shute. Nelson vann á 70, með 3 höggum.