Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2013 | 01:00

LPGA: Inbee vann í Arkansas

Það var Inbee Park nr. 1 á Rolex-heimslistanum sem sigraði á Walmart NW Arkansas Championship og var þetta 8. sigur hennar á LPGA á ferlinum. Hún heldur væntanlega 1. sætinu á heimslistanum og verður hún þá búin að vera í 1. sæti í 11 vikur samfleytt.

Hún var á samtals 12 undir pari, 201 höggi líkt og landa hennar Se Yeon Ryo og kom því til bráðabana milli þeirra, þar sem Inbee hafði betur, strax á 1. holu umspils, þ.e. par-5 18. holuna á golfvelli Pinnacle Country Club.

Í 3. sæti varð hin japanska Mika Miyazato  á samtals 11 undir pari og 4. sætinu deildu Lydia Ko, Stacy Lewis og IK Kim, allar á samtals 10 undir pari, hver.

Til þess að sjá lokastöðuna á Walmart NW Arkansas Championship SMELLIÐ HÉR: