Tinna Jóhannsdóttir, Íslandsmeistari í höggleik 2010 – Spilað var í Kiðjaberginu og ekki að undra að eitt minnisstæðasta högg Tinnu hafi verið á 18. þar! Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2013 | 12:00

Eimskipsmótaröðin (3): Ólafía Þórunn mætir Tinnu í úrslitum og Guðmundur Ágúst – Rúnari

Leikjum í undanúrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fer á Hamarsvelli Borgarnesi er lokið.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR og Rúnar Arnórsson GK  leika um fyrsta sætið í karlaflokki en í kvennaflokki leika þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR og Tinna Jóhannsdóttir.

Þau sem mætast í undanúrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni 2013: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og  Tinna Jóhannsdóttir, GK Rúnar Arnórsson, GK og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR.

Þau sem mætast í undanúrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni 2013: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Tinna Jóhannsdóttir, GK Rúnar Arnórsson, GK og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: golf.is

Guðjón Henning Hilmarsson GKG mætir Birgi Guðjónssyni GR í leik um þriðja sætið í karlaflokki og í kvennaflokki mætast þær Anna Sólveig Snorradóttir GK og  Signý Arnórsdóttir, GK. Úrslitaleikirnir hefjast kl 12:30, hægt verður að fylgjast með á „twiter“ á golf.is . Ræst er út með átta mínútna millibili og er áætlað að Íslandsmeistarar verði krýndir milli kl 16 og 17 í dag.

Undanúrslit.

Rúnar Arnórsson GK sigraði Guðjón Henning Hilmarsson GKG, 5/4.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR sigraði Birgi Guðjónsson GR, 4/3
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR sigraði Önnu Sólveigu Snorradóttur GK, 6/5.
Tinna Jóhannsdóttir GK sigraði Signýju Arnórsdóttur GK, 4/2.