Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2013 | 16:45

Eimskipsmótaröðin (3): Ólafía Þórunn og Guðmundur Ágúst eru Íslandsmeistarar í holukeppni!

Nú er nýlokið 3. stigamóti Eimskipsmótaraðarinnar, Íslandsmótinu í holukeppni, sem fram fór á Hamarsvelli í Borgarnesi.

Íslandsmeistari í kvennaflokki er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR. Ólafía Þórunn vann sína viðureign gegn Tinnu Jóhannsdóttur, GK, 2&1.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, Íslandsmeistari í holukeppni tekur hér við verðlaunabikar sínum. Mynd: gsimyndir.net

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, Íslandsmeistari í holukeppni tekur hér við verðlaunabikar sínum. Mynd: gsimyndir.net

Íslandsmeistari í karlaflokki er Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Hann hafði betur gegn Rúnari Arnórssyni, GK, 3&2.

Íslandsmeistarinn í holukeppni 2013, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR  tekur hér við verðlaunabikarnum. Mynd: gsimyndir.net

Íslandsmeistarinn í holukeppni 2013, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR tekur hér við verðlaunabikarnum. Mynd: gsimyndir.net

Í þríðja sæti í karlaflokki varð Guðjón Henning Hilmarsson, GKG eftir sigur á Birgi Guðjónssyni, GR.

Sigurvegarar í karlaflokki á Íslandsmótinu í holukeppni 2013: Rúnar Arnórsson, 2. sæti; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR Íslandsmeistari í holukeppni 2013 og Guðjón Henning Hilmarsson, GKG, 3. sæti. Mynd: gsimyndir.net

Sigurvegarar í karlaflokki á Íslandsmótinu í holukeppni 2013: Rúnar Arnórsson, 2. sæti; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR Íslandsmeistari í holukeppni 2013 og Guðjón Henning Hilmarsson, GKG, 3. sæti. Mynd: gsimyndir.net

Í þriðja sæti í kvennaflokki varð Signý Arnórsdóttir, GK eftir að hafa lagt klúbbfélaga sinni úr Keili, Önnu Sólveigu Snorradóttur GK, að velli.

Sigurvegarar á Íslandsmótinu í holukeppni 2013. F.v.: Tinna Jóhannsdóttir, GK; Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, Íslandsmeistari og Signý Arnórsdóttir, GK. Mynd: gsimyndir.net

Sigurvegarar á Íslandsmótinu í holukeppni 2013. F.v.: Tinna Jóhannsdóttir, GK; Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, Íslandsmeistari og Signý Arnórsdóttir, GK. Mynd: gsimyndir.net

Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Guðmundar Ágústs í holukeppni á Eimskipsmótaröðinni en Ólafía Þórunn er að endurtaka leikinn frá 2011 og virðast oddatöluárin því  reynast henni vel!

Golf 1 óskar Íslandsmeisturunum nýkrýndu innilega til hamingju!!!