Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnkell Óskarsson – 25. júní 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Hrafnkell Óskarsson. Hrafnkell er fæddur 25. júní 1952 og á því 61 árs afmæli í dag!!! Hrafnkell er læknir með sérfræðileyfi í skurðlækningum frá Svíþjóð 1988. Hrafnkell er góður kylfingur, sem er í Golfklúbbi Kiðjabergs (GKB) og hefir m.a. verið sigursæll í opnum mótum, t.a.m. á viðmiðunarmótum LEK. Hrafnkell er kvæntur Þórhildi Sigtryggsdóttur, lækni og þau eiga dótturina Hrafnhildi og tvö barnabörn. Komast má á facebooksíðu Hrafnkels til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Hrafnkell Óskarsson (61 árs) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Vance Veazey, 25. júní 1965 (48 ára); Paul Affleck 25. júní 1966 (47 ára); David Park, 25. júní 1974 Lesa meira
12 íslenskir unglingar taka þátt í Finnish International Junior Championship
Tólf keppendur frá Íslandi leika á Finnish International Junior Championship mótinu sem fram fer dagana 26.-28. júní á Cooke vellinum í Vierumäki í Finnlandi. Um er að ræða stúlkna og drengjamót í flokkum 15-16 ára og 14 ára og yngri. Alls taka 102 Finnar og 54 útlendingar þátt, en Ísland er með flesta keppendur utan Finnana. Einnig koma keppendur frá Þýskalandi, Svíþjóð, Belgíu, Danmörku, Tyrklandi og víðar. Eftirfarandi keppendur frá Íslandi taka þátt: Birgir Björn Magnússon GK, Gísli Sveinbergsson GK, Fannar Ingi Steingrímsson GHG, Henning Darri Þórðarson GK, Kristján Benedikt Sveinsson GHD, Ragnhildur Kristinsdóttir GR, Birta Dís Jónsdóttir GHD, Gerður Ragnarsdóttir GR, Ólöf María Einarsdóttir GHD, Óðinn Þór Ríkharðsson GKG, Lesa meira
Áfengi að andvirði $ 10.000 stolið úr US Open tjaldi
Áfengi sem ekki er haft í nægilega góðum vörslum á háskólalóð kallar á vandræði. Vikuna eftir að US Open fór fram var áfengi að andvirði $ 10.000 stolið úr US Open Trophy Club tjaldinu, sem er á lóð Haverford College sem er aðeins neðar í götunni þar sem Merion golfklúbburinn er sbr. frétt í Philly.com og Haverford Township Police. Í The USGA spectator guide er Trophy Club lýst sem „loftkældu einkatjaldi, þar sem hægt er að fylgjast með US Open í beinni, staðsett á lóð Haverford College í u.þ.b. 400 yarda fjarlægð frá bílastæðum klúbbhússins og við 18. holu Merion golfklúbbsins.“ Það virðist ekki auðvelt í framkvæmd að stela andvirði um $ 10.000 af Lesa meira
Heimslistinn: Els kominn í 14. sæti
Ernie Els sigraði nú um helgina á BMW International Open í Golfclub München Eichenried í Þýskalandi og við sigurinn fór kappinn úr 25. sæti heimslistans í 14. sætið. Ken Duke, sem vann Travelers mótið í Conneticut og jafnframt fyrsta sigur sinn á PGA Tour, 44 ára, fór upp um heil 74 sæti á heimslistanum og inn á topp-100 þ.e. úr 144. sætinu sem hann var í fyrir mótið og í 70. sætið. Staða efstu 13 manna á heimslistanum er annars óbreytt, það er ekki fyrr en með Els, sem breytingar verða í 14. sætinu þ.e. Els fer upp í það sæti og Keegan Bradley fer niður í 16. sætið en Lesa meira
Opna breska til N-Írlands?
Skv. frétt á ESPN mun Opna breska risamótið fara fram í Royal Portrush golfklúbbnum á Norður-Írlandi annaðhvort 2018 eða 2019. Ef af verður, verður þetta í fyrsta sinn sem Opna breska hefir verið haldið utan Englands eða Skotlands í 62 ár þegar það var síðast haldið á Norður Írlandi. Fyrri orðrómum um að Claret Jug (verðlaunagripur Opna breska) væri á leið til Norður-Írlands var vísað á bug af klúbbnum sjálfum og jafnframt Royal&Ancient, en mikill lobbyismi af hálfu Rory McIlroy, Graeme McDowell og Darren Clarke fyrir því að mótið fari fram á N-Írlandi virðist byrjaður að bera ávöxt. Það sem virðist hafa sannfært forsvarsmenn R&A að Opna breska risamótið gæti farið Lesa meira
LET: Nocera vann í Slóvakíu
Gwladys Nocera frá Frakklandi lauk 5 ára sigurleysisgöngu nú um helgina þegar hún sigraði á Allianz Slovak Ladies Open í Talé í Slóvakíu. Nocera, sem er 38 ára, er fyrrum nr. 1 í Evrópu og þetta er 11. titill hennar á LET: Hún spilaði á samtals 9 undir pari, 279 (70 68 71 70). Í 2. sæti varð Lee-Ann Pace frá Suður-Afríku, 4 höggum á eftir Nocera og var því um yfirburðasigur hjá Nocera að ræða. Eftir að sigurinn var í höfn sagði Nocera m.a tárum nær.: „Ég er mjög, mjög ánægð og ansi tilfinningasöm. Það er orðið svolítið síðan að ég hef lyft sigurbikar. Það var aftur erfitt þarna Lesa meira
GÞ: Ingvar og Sigríður klúbbmeistarar
Meistaramót Golfklúbbs Þorlákshafnar lauk laugardaginn 22. júní s.l. með glæsilegri veislu. Óhætt er að segja að veðrið hafi leikið við þau í GÞ þessa fjóra daga þrátt fyrir smá vind. Klúbbmeistarar 2013 urðu þau Sigríður Ingvarsdóttir og Ingvar Jónsson. Sjá má myndir úr meistaramóti GÞ með því að SMELLA HÉR: Úrslit í meistaramóti GÞ 2013 2. flokkur karla 1. sæti – Emil Þór Ásgeirsson 2. sæti – Gísli Ögmundsson 1. flokkur karla 1. sæti – Óskar Gíslason 2. sæti – Daníel Gunnarsson 3. sæti – Óskar Logi Sigurðsson Meistaraflokkur kvenna 1. sæti – Sigríður Ingvarsdóttir 2. sæti – Ásta Júlía Jónsdóttir 3. sæti – Sigurbjörg Þ. Óskarsdóttir Meistaraflokkur karla 1. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ólöf María Jónsdóttir – 24. júní 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Ólöf María Jónsdóttir. Ólöf María er fædd 24. júní 1976 og er því 37 ára í dag. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Ólöf er fyrst íslenskra kvenna og sú eina til dagsins í dag, til þess að fá fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (LET: Ladies European Tour). Ólöf María er gift og á 2 börn. Komast má á facebook síðu Ólafar Maríu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Olof Maria Jonsdottir Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Billy Casper, 24. júní 1931 (82 árs); Juli Inkster, 24. júní 1960 (53 ára); Kaname Yokoo, 24. júlí 1972 (41 Lesa meira
GR: Jónar tveir og Eyþór Bragi sigruðu á Opna Flugfélag Íslands mótinu
Opna Flugfélag Íslands mótið fór fram í gær, sunnudaginn 23. júní á Grafarholtsvelli. Góð þátttaka var í mótinu, en alls tóku þátt 114 keppendur og léku í fallegu veðri í Grafarholtinu. Ræst var út af öllum teigum kl. 9:00 og leikin var punktakeppni í tveimur flokkum; flokki 0-8,4 og flokki 8,5-36. Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hvorum flokki, verðlaun fyrir besta skor sem og nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins. CSA stuðull mótsins var +2. Úrslitin voru eftirfarandi: Nándarverðlaun: 2.braut: Arnar Unnarsson GR – 3,36 m 6.braut: Þorkell R Sigurgeirsson GKG – 4,45 m 11.braut: Ólafur Sigurjónsson GR – 2,61 m 17.braut: Héðinn Ingi Þorkelsson GKJ Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Ken Duke?
Ken Duke sigraði fremur óvænt í gær á the Travelers mótinu í Conneticut og ekki víst að nafn hans sé kunnuglegt golfáhangendum, jafnvel þeim sem telja sig fylgjast vel með. En Duke er búinn að vera lengi að. Hér verður leitast svara við því hver kylfingurinn Ken Duke sé? Kenneth Wootson Duke fæddist 29. janúar 1969 og er því 44 ára. Duke fæddist í Hope, Arkansas. 14 ára var hann greindur með hryggskekkju (ens. scoliosis). The Arkansas Children´s Hospital þ.e. Arkansas barnaspítalinn í Little Rock, Arkansas mældi um 26% sveigju á hryggnum og leiddi það til þess að hann var að vera í spelkum 23 tíma dags. Tveimur árum síðar Lesa meira









