Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2013 | 12:45

Garrick Porteous sigraði á Opna breska áhugamannamótinu

Það var Englendingurinn Garrick Porteous, sem sigraði á Opna breska áhugamannamótinu, mótinu sem Haraldur Franklin Magnús, GR stóð sig svo vel í og komst í 16 manna úrslit og Axel Bóasson, GK og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, tóku líka þátt í.

Garrick Porteous

Garrick Porteous

Porteous kom m.a. hingað til lands á s.l. ári og spilaði með enska landsliðinu á Hvaleyrarvelli í European Challenge Trophy eða m.ö.o. undankeppni fyrir Evrópumót karlalandsliða.  Hann þykir eiga framtíðina fyrir sig.

Eftir sigurinn sagði Porteous m.a.: „Þetta er ansi súrrealistísk tilfinning núna. Ég veit að það eru mörg fræg nöfn á bikarnum. Með því að vera við hliðina á þeim fyllist maður auðmýkt. Ég var ansi sjálfsöruggur í vikunni en fór aldrei fram úr mér. Ég tók bara eitt högg í einu og það virkaði. Ég hugsa að ég nái þessu ekki fyrr en í næstu viku þegar ég geri mér grein fyrir að ég muni spila á Opna breska. Það er aðeins um klukkustundar akstur frá heimili mínu og það verða eflaust margir vinir sem koma og horfa á mig. Ég spilaði Muirfield fyrir 4 árum á The Amateur og það verður sérstök tilfinnig að tía upp þar á Opna breska.“

Hér má sjá myndskeið frá Opna breska áhugamannamótinu SMELLIÐ HÉR: