Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2013 | 00:30

PGA: Duke sigraði á Travelers

Það var hinn 44 ára Ken Duke sem stóð uppi sem sigurvegari á Travelers mótinu á TPC River Highlands, í Cromwell Conneticut, í gær, en þetta er fyrsti sigur hans á PGA Tour.

Duke var á samtals 12 undir pari, líkt og annar fremur óþekktur kylfingur Chris Stroud og því varð að koma til bráðabana milli þeirra. Það varð að spila átjándu par-4 holuna tvívegis þar til Duke fékk fugl og Stroud tapaði á pari.

Í 3. sæti var Kanadamaðurinn Graham DeLaet á samtals 11 undir pari og Bubba Watson fataðist flugið á lokametrunum. Hann lauk keppni í 4. sæti á samtals 10 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Travelers mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg dagsins á Travelers SMELLIÐ HÉR: