Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2013 | 19:54

Evrópumótaröðin: Els sigraði í Þýskalandi

Ernie Els stóð uppi sem sigurvegari á BMW International Open, sem fram hefir farið í Golfclub München, Eichenried í Þýskalandi.

Els lék samtals á 18 undir pari, 270 höggum (63 69 69 69) og átti 1 högg á Danann Thomas Björn, sem var í 2. sæti.

Eftir sigurinn sagði Els m.a.: „Þetta hefir verið dásamlegt. Ég hef átt frábæra viku í Þýskalandi. Við verðum að þakka BMW, augljóslega, fyrir stuðning þeirra í 25 ár. Ég hef í lengi verið að reyna að vinna þetta mót!“

Í 3. sæti varð Frakkinn Alexander Levy á samtals 16 undir pari og 3 deildu 4. sætinu: „heimamaðurinn“ Martin Kaymer, Alex Noren og  Bernd Wiesberger. Allir voru þeir sem lönduðu 4. sætinu á 15 undir pari, 173 höggum.

Til þess að sjá lokastöðuna á BMW International Open SMELLIÐ HÉR: