PGA: Fjórir deila efsta sætinu fyrir lokahringinn á AT&T
Það eru þeir Roberto Castro, James Driscoll, Bill Haas og Andres Romero sem eru efstir og jafnir fyrir lokahringinn sem verður leikinn á morgun á AT&T mótinu. Allir eru þeir búnir að spila á 7 undir pari, 206 höggum. Í 5. sæti aðeins 1 höggi á eftir forystunni er Jason Kokrak. Tveir kylfingar deila síðan 6. sætinu þeir Tom Gillis og Charlie Wi og í 8. sæti eru þeir Jordan Spieth, Brandt Snedeker og Brendon Todd á samtals 4 undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. hring AT&T SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags á AT&T mótinu SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá högg 3. Lesa meira
Rory g. vélmenninu Jeff
Til þess að auglýsa Evrópumótaröðina ákváðu forsvarsmenn hennar að útbúa sniðugt myndskeið þar sem besti kylfingur Evrópu? Rory McIlroy keppti við vélmenni sem hlotið hefir nafnið Jeff. Jeff er búinn GPS og hárnákvæmur. Rory og Jeff kepptu um að hitta þvottavélar á æfingasvæði því Rory gerði það sér að leik að slá bolta í þvottavél mömmu sinnar þegar hann var lítill snáði. Til þess að sjá myndskeiðið með Rory og vélmenninu Jeff SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Luiten efstur á Írlandi
Það er Hollendingurinn Joost Luiten, sem tekið hefir forystu á Irish Open, en hann er á samtals 13 undir pari, 203 höggum (67 70 66). Luiten átti hreint stórkostlegan hring í dag, sem er aðalástæðan fyrir að hann situr nú í 1. sæti – 6 undir pari, 66 högg!!! Á hringnum fékk Luiten 6 fugla og 12 pör skilaði sem sagt hreinu skorkorti og skipti fuglunum jafnt, þ.e. fékk 3 á fyrri 9 og 3 á seinni 9. Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir er Spánverjinn Pablo Larrazabal á 12 undir pari, 204 höggum. Í 3. sæti er síðan Robert Rock á samtals 10 undir pari. Til þess Lesa meira
Tiger vill að Vonn sé ekki að tjá sig um þau
Tiger Woods vill að kæresta hans Lindsey Vonn, sé ekkert að tjá sig of mikið um samband þeirra í fjölmiðlum. Tiger varð reiður nú um daginn þegar Lindsey kallaði sjálfa sig „eiginkonu hans“ í blaðaviðtali. Kommentið fór líka illa í fyrrum eiginkonu Tiger, Elinu Nordegren og Tiger er dauðhræddur um að hún muni reyna að koma í veg fyrir að hann fái að sjá börn sín Sam og Charlie. „Elín er ævareið“ sagði heimildarmaður bandaríska kjaftablaðinu the National Enquirer. „Hún hefir sagt Tiger að hún viji fá forsjá barna sinna ein og hún sé að taka fyrstu skref til þess að halda þeim frá Lindsey.“ Lindsey lét kommentin falla í fyrsta blaðaviðtali sínu frá því Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Hans Steinar Bjarnason – 29. júní 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Hans Steinar Bjarnason, íþróttafréttamaður. Hans Steinar er fæddur 29. júní 1973 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu Hans Steinars til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Hans Steinar Bjarnason (40 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Lonnie Dean Nielsen, 29. júní 1953 (60 ára stórafmæli!!!) ….. og …… Hilmar Halldórsson, GKG (51 árs) Camilla Tvingmark, GKJ (44 ára) Egill Ragnar Gunnarsson, GKG (17 ára) Kolbrún Kolbeinsdóttir (49 ára) Þórir Tony Guðlaugsson (44 ára) Sigurður Pétursson (53 ára) Sigurdur Arnarson (46 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef Lesa meira
55 ára spilar Langer besta golf ævinnar
Jessica Marksbury aðstoðarritstjóri Golf Magazine tók nýlega eftirfarandi viðtal við þýska kylfinginn Bernhard Langer, sem er orðinn 55 ára (f. 27. ágúst 1957) en er nú um stundir að spila eitthvert besta golf ævinnar. Langer gerðist atvinnumaður í golfi 1976 og hefir á löngum ferli sínum sigrað 89 sinnum (þar af 42 sinnum á Evrópumótaröðinni og 2 sinnum á risamótum, bæði skiptin Masters (1985 og 1993). Hér fer viðtalið í lauslegri íslenskri þýðingu: Golf Magazine: Ekki aðeins náðir þú niðurskurði á Masters í ár en þú varst líka með efstu kylfinga á lokhringnum áður en þú varðst í 25. sætinu. Fékkstu drykk úr æskubrunninum? Bernhard Langer: Þetta snýst bara um Lesa meira
Rory komst ekki gegnum niðurskurð
Rory McIlroy komst ekki í gegnum niðurskurð á Irish Open. Niðurskurður var miðaður við parið en Rory var á samtals 2 yfir. (74 72) og var því 2 höggum frá því að ná í gegn. Ekki góð frammistaða þetta hjá nr. 2 í heiminum, en fátt hefir verið um fína drætti hjá honum það sem af er keppnistímabilsins. „Þetta eru vonbrigði. Ég varð bara fyrir vonbrigðum með hvernig ég spilaði í gær (fyrradag – þ.e. fimmtudag 1. dag mótsins), mér leið í raun aðeins betur í dag (gær),“ sagði McIlroy. „Þegar ég missti flöt náði ég ekki að bjarga því og ég setti ekki niður mörg pútt, en slátturinn var Lesa meira
LPGA: Inbee í forystu
Þegar US Women´s Open mótið er hálfnað hefir nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Inbee Park frá Suður-Kóreu tekið forystu. Hún er búin að spila á samtals 9 undir pari, 135 höggum (67 68) og á 2 högg á þá konu sem næst henni er, löndu sína IK Kim, sem er á samtals 7 undir pari. Þriðja sætinu deila hin mexíkansk ættaða Bandaríkjakona Lizette Salas, sem enn hefir ekki tekist að sigra á LPGA þrátt fyrir að vera meðal efstu 5 í fjölda móta undanfarið og hin unga, enska Jodi Ewart Shadoff, báðar á 4 undir pari. Það eru því heil 5 högg sem skilja að Inbee og þær sem eru í Lesa meira
PGA: Castro og Spieth efstir
Það eru Jordan Spieth og Roberto Castro sem leiða á AT&T National mótinu þegar það er hálfnað. Báðir eru búnir að spila á samtals 7 undir pari, 135 höggum; Castro (66 69) og Spieth (69 66). Jordan Spieth hóf tímabilið með engan status á PGA Tour en nú lítur út fyrir að hann fái fullan keppnisrétt eftir frábæran árangur í þeim mótum sem hann hefir fengið að spila í, í 1 ár. Takist honum að sigra í mótinu tryggir hann sér keppnisrétt í 2 ár og fær þar að auki að spila í FedEx Playoff í haust. Frábær árangur hjá þessum 19 ára pilt frá Texas sem lék í 1. Lesa meira
The Irish Open í beinni
Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er The Irish Open, sem fram fer í Carton House golfklúbbnum í Maynooth, Kildare, á Írlandi. Þegar mótið er hálfnað eru Robert Rock og Peter Uihlein efstir. Stórfrétt gærdagsins var að nr. 2 á heimslistanum Rory McIlory komst ekki í gegnum niðurskurð. Jafnframt komust menn á borð við Pádraig Harrington, Graeme McDowell og Darren Clarke ekki í gegnum niðurskurðinn. Bein útsending hófst kl. 7:00 Til þess að sjá The Irish Open í beinni SMELLIÐ HÉR: Til þess að fylgjast með skori keppenda á skortöflu SMELLIÐ HÉR:










