Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2013 | 18:10

Evróputúrinn: Luiten efstur á Írlandi

Það er Hollendingurinn Joost Luiten, sem tekið hefir forystu á Irish Open, en hann er á samtals 13 undir pari, 203 höggum (67 70 66).  Luiten átti hreint stórkostlegan hring í dag, sem er aðalástæðan fyrir að hann situr nú í 1. sæti – 6 undir pari, 66 högg!!!

Á hringnum fékk Luiten 6 fugla og 12 pör skilaði sem sagt hreinu skorkorti og skipti fuglunum jafnt, þ.e. fékk 3 á fyrri 9 og 3 á seinni 9.

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir er Spánverjinn Pablo Larrazabal á 12 undir pari, 204 höggum.  Í 3. sæti er síðan Robert Rock á samtals 10 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á Irish Open eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: