Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2013 | 20:30

Íslandsbankamótaröðin (4): Ragnar Már og Sóley Edda sigruðu í flokki 14 ára og yngri

Nú rétt í þessu lauk keppni í flokki 14 ára og yngri á 4. móti Íslandsbankamótaraðarinnar. Sigurvegari í stelpuflokki var Sóley Edda Karlsdóttir, GR, en hún var á 32 yfir pari, samtals 176 höggum (83 93).  Í 2. sæti varð Hekla Sóley Arnardóttir, GK, á samtals 41 yfir pari og í 3. sæti varð Kinga Korpak, GS, á samtals 48 yfir pari. Sigurvegari í strákaflokki varð heimasmaðurinn Ragnar Már Ríkharðsson, GKJ á 14 yfir pari, samtals 158 höggum (74 84).  Í 2. sæti varð Ingvar Andri Magnússon, GR aðeins 1 höggi á eftir á samtals 15 yfir pari og í 3. sæti varð Bragi Aðalsteinsson, GKG, á samtals 19 yfir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2013 | 19:45

Íslandsbankamótaröðin (4): Eva Karen og Björn Óskar sigruðu í flokki 15-16 ára

Heimadrengurinn Björn Óskar Guðjónsson úr Golfklúbbnum Kili sigraði í flokki drengja 15-16 ára á Íslandsbankamótaröðinni, sem lauk rétt í þessu á Hlíðarvelli Mosfellsbæ. Björn Óskar lék hringina tvo á 152 höggum, átta yfir pari.  Jafnir í öðru sæti hafnaði Tumi Hrafn Kúld úr Golfklúbbi Akureyrara og Einar Snær Ásbjörnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur báðir á 154 höggum,  eða tíu yfir pari. 1.sæti   Björn Óskar Guðjónsson   GKJ     73/79 =152 +8 2.sæti   Tumi Hrafn Kúld                           GA         77/77 =154 +10 2.sæti   Einar Snær Ásbjörnsson            GR         78/76 =154 +10 Eva Karen Björnsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði í flokki telpna 15-16 ára með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2013 | 18:15

Íslandsbankamótaröðin (4): Helga Kristín og Aron Snær sigruðu í flokki 17-18 ára

Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar sigraði í piltaflokki 17-18 ára á Íslandsbankamótaröðinni, en keppni í elstu flokkum er lokið. Aron Snær spilaði einstaklega vel í mótinu, hann jafnaði vallarmetið af hvítum teigum í gær þegar hann spilaði á 69 höggum, í dag kom hann inn á 74 höggum og endaði á 143 höggum eða einum undir pari. Í öðru sæti hafnaði Ísak Jasonarson úr Golfklúbbnum Keili á 148 höggum og þriðji varð Ragnar Már Garðarsson úr Golfklúbbbi Kópavogs og Garðabæjar á 149 högum. Piltar 17-18 ára. 1.sæti   Aron Snær Júlíusson                      GKG      69/74=143 -1 2.sæti   Ísak Jasonarson                               GK          75/73=148 +4 3.sæti   Ragnar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2013 | 17:22

Gísli lauk keppni í 2. sæti í Finnlandi eftir bráðabana!!!

Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili, í Hafnarfirði, endaði í öðru sæti eftir bráðabana á Finnska meistaramótinu sem var að ljúka. Spilamennska Gísla var framúrskarandi allt mótið en hann spilaði hringina þrjá á tveimur högggum undir pari líkt og Valimar frá Finnlandi. Gísli og Valimark voru jafnir eftir 15. holu á lokahringnum, þeir áttu síðan báðir mjög góðan endasprett og fengu báðir fugl á tveimur síðustu holunum. Bráðabana þurfti því til að knýja fram sigurvegara en því miður fyrir okkar mann þá endaði hann með sigri Valimar. Finnska meistaramótið er mjög sterkt mót og er útkoma okkar kylfinga enn ein sönnun þess að íslenska golfið er á réttri leið.  Heimild: golf.is

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2013 | 15:00

Tiger vísar gagnrýni Faldo á bug

Tiger Woods hefir kurteisislega vísað gagnrýni Nick Faldo á sér á bug með  því að hrista höfuðið í vantrú. Faldo, sem talaði við einn af bandarísku netfréttamiðlunum sagði m.a.: „Tiger hefir vaknað og gert sér grein fyrir að þetta er erfið íþrótt og að hann er aðeins dauðlegur.“ Þetta komment lét Faldo falla í umræðu um slælega frammistöðu Tiger á US Open risamótinu nú nýlega, en síðan þá hefir komið í ljós að Tiger átti við meiðsl í olnboga að stríða, sem m.a. hefir leitt til þess að vafi er á hvort hann geti leikið á Opna breska í næsta mánuði. Faldo bætti við:„Hann er bara ekki á góðum stað Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2013 | 13:00

Gerður Hrönn fór holu í höggi í fyrstu landsliðsferðinni

Það eru alltaf gleðistund þegar kylfingar fara holu í höggi og það er örugglega ekki verra ef það gerist í fyrstu landsliðsferðinni. Gerður Hrönn Ragnarsdóttir,  Golfklúbbi Reykjavíkur,  sem er meðal keppenda á Finnish International Junior Championship  fór holu í höggi á 17. holu á Cooke vellinum, í Vierumäki, í Finnlandi, á öðrum keppnisdegi í gær. Það eru örugglega ekki margir Íslendingar heldur sem hafa farið holu í höggi í Finnlandi og Gerður Hrönn auk þess ein af sárafáum sem það gerir í fyrstu landsliðsferðinni. Svona er þetta flotta, unga fólk  í golfinu, glæsilegir fulltrúar okkar erlendis!!! Golf 1 óskar Gerði Hrönn innilega til hamingju með ásinn!!!    

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2013 | 08:45

GB: Flugmiðar meðal verðlauna á Opna Icelandair Hotels mótinu nk. laugardag!

Langar þig út í heim?  Þá er tilvalið á skreppa í Borgarnes og taka þátt í Opna Icelandair Hotels mótinu, sem fram fer n.k. laugardag á  Hamarsvelli í Borgarnesi, því meðal vinninga eru flugmiðar með Icelandair út í heim. Leikfyrirkomulagið er punktakeppni með forgjöf og veitt eru nánadarverðlaun á öllum par-3 holum. Reyndar eru öll verðlaun með glæsilegasta móti, sbr. eftirfarandi: Flugmiðar með Icelandair út í heim Gjafabréf fyrir tvo á Icelandair Hótel Akureyri með morgunmat. Gjafabréf fyrir tvo á Icelandair Hótel Natura með morgunmat. Gjafabréf fyrir tvo á Icelandair Hótel Hamar með morgunmat. Gjafabréf fyrir tvo á Icelandair Hótel Hamar með morgunmat. Gjafabréf fyrir tvo í brunch á Icelandair Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2013 | 07:00

PGA: Castro efstur á AT&T

Það er Roberto Castro sem leiðir eftir 1. dag AT&T mótsins, sem hófst í gær á Congressional í Maryland. Castro lék á 5 undir pari, 66 höggum. Í 2. sæti 2 höggum á eftir Castro eru 3 kylfingar: Bud Cauley, Graham DeLaet og Billy Horschel. Í 5. sæti er hópur 8 kylfinga en þeirra á meðal eru m.a. Jim Furyk, Nicolas Colsaerts og Brandt Snedeker en þeir eru allir á 2 undir pari, 69 höggum og eru því 3 höggum á eftir Castro. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á AT&T SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 1. dags á AT&T SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2013 | 06:30

Hver er kylfingurinn: Ha-Neul Kim?

Ha Neul Kim leiðir á 3. risamóti ársins, US Women´s Open eftir 1. dag, er 1 höggi á undan nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Inbee Park.  Ha Neul er fremur óþekkt nafn hérlendis, þannig að spurning er hver þessi fallegi kylfingur frá Suður-Kóreu sé? Ha Neul Kim er fædd 17. desember 1988 og er því 24 ára. Hún komst fyrst á kóreanska LPGA árið 2007, þá 18 ára en hefir einkum blómstrað s.l. 2 ár, með því að hún hefir verið leiðandi á peningalista KLPGA.  Hún vakti fyrst athygli á sér fyrir fegurð, en hún þykir óvenjufalleg og eins fyrir klæðaburð, en einkennislitur hennar er heiðblár en Ha-Neul þýðir einmitt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2013 | 05:00

LPGA: Ha-Neul Kim efst á US Women´s Open eftir 1. dag

Það er Ha-Neul Kim frá Suður-Kóreu, sem leiðir eftir 1. dag US Women´s Open á 6 undir pari, 66 höggum. Þó Ha-Neul sé fremur óþekkt nafn hér á landi, þá er hún það ekki í Suður-Kóreu en þar hefir Ha-Neul verið efst á peningalista KLPGA undanfarin 2 ár og hlaut verðlaun í fyrra fyrir að vera með lægsta meðaltalsskorið.  Aðeins munaði minnstu að hún yrði líka valin leikmaður ársins í Suður-Kóreu, en þar varð hún í 2. sæti. Ha-Naul hefir látið hafa eftir sér að hana langi ekki í Q-school til þess að komast inn á aðrar mótaraðir, en langi til þess að öðlast keppnisrétt með því að sigra mót, Lesa meira